Aðalskipulag Þingeyjarsveitar

Unnið er nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sameiningin átti sér stað árið 2022 og í nýju aðalskipulagi er samræmd stefna landnotkunar fyrir landsvæði sem nær yfir 12% af Íslandi.

Sveitarfélagið er fámennt en gríðarlega landmikið og vinsælir áfangastaðir ferðamanna innan þess. Sveitarfélagið er ríkt af jarðhita, vatnsmiklum ám og öðrum hlunnindum. Hefðbundinn landbúnaður er stór hluti af atvinnu íbúa á svæðinu og afréttir stórar samhliða umfangsmiklum landgræðslusvæðum, verndarsvæðum, þjóðgarði og þjóðlendum.

Þrír kynningarfundir vegna vinnslu nýs aðalskipulags voru haldnir í vikunni 8.-12. janúar í Skjólbrekku, Breiðumýri og Stjórutjarnaskóla.

Hér má sjá myndir frá fundunum.

Fyrir þá sem komust ekki á fundina höfum við útbúið rafræna kynningu, hana má sjá hér.

Tillagan sýnir m.a. stefnu sveitarstjórnar hvað varðar landnotkun, þróun íbúðarbyggðar, búsetu og atvinnuþróunar í sveitarfélaginu til næstu 20 ára og því afar mikilvægt að þú sem íbúi sveitarfélagsins eða annars konar hagsmunaaðili kynnir þér tillöguna og komir á framfæri ábendingum um það sem þú telur að betur megi fara í henni.

Frestur til að gera athugasemdir við vinnslutillöguna hefur verið framlengdur til og með 5. febrúar 2024.

Athugasemdir við vinnslutillögu skulu berast skriflega til skipulagsfulltrúa, Kjarna, 650 Laugum eða á Skipulagsgatt.is undir mál 881/2023.

Fyrirspurnir og ábendingar skulu berast á skipulag@thingeyjarsveit.is

Tillögugögn 

Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - greinargerð

Aðalskipulag Þingeyjarsveitar

Göngu-, hjóla-, og reiðleiðir

Náttúruvernd

Flokkun landbúnaðarlands

Vegir í náttúru Íslands

Skipulagsuppdráttur A

Skipulagsuppdráttur B

Skipulagsuppdráttur C

Skipulagsuppdráttur D

Skipulagsuppdráttur E

Skipulagsuppdráttur F

Nánari upplýsingar og vefsjá má nálgast inná vef Alta: Aðalskipulag Þingeyjarsveitar