merki sameinaðs sveitarfélags

Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun – Herðubreið og austurafrétt Bárðdæla

Hér með er vakin athygli á að nú er að hefjast vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir þau svæði sem bæst hafa við á hálendi norðursvæðis undanfarin ár. Þetta eru annars vegar Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns (varð hluti af þjóðgarðinum 2019) og hins vegar austurafrétt Bárðdæla (varð hluti af þjóðgarðinum 2021). Fyrsta skrefið í þessari vinnu er skilgreining á skipulagi vinnunnar, sem nú hefur verið lagt fram sem „verkefnislýsing“. Plaggið er opið almenningi til umsagnar. Verkefnislýsingin og form til innsendingar umsagna verður opið til 9.maí og má nálgast hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/um-thjodgardinn/stjornunar-og-verndaraaetlun/vidauki-vid-stjornunar-og-verndaraaetlun-herdubreid-og-austurafrettur-barddaela

Næstu skref í vinnunni eru formleg og óformleg samtöl við hagsmunaaðila. Þar er markmiðið að rýna einkenni, sérstöðu og fyrri afnot af svæðinu og ræða möguleika til framtíðar með tilliti til samspils verndunar, nýtingar og aðgengis með það fyrir augum að leita jafnvægis og sjálfbærrar nýtingar.

Komi upp spurningar varðandi hvaðeina er varðar vinnuna framundan, er fólk hvatt til að hafa samband við verkefnastjóra í síma 575-8400 eða með tölvupósti á netfangið hannakata@vjp.is .
Við hvetjum ykkur til að taka þátt og hlökkum til samstarfs um mögnuð svæði.

Þjóðgarðskveðjur, Anna Þorsteins þjóðgarðsvörður og Hanna Kata verkefnastjóri

Scroll to Top