merki sameinaðs sveitarfélags

Vetrarveiðiréttur Kálfastrandar til leigu

Í samræmi við samþykkt 75. fundar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps auglýsir sveitarstjórn vetrarveiðirétt Kálfastrandar árið 2022 til leigu. Um er að ræða netaveiði í marsmánuði 2022 auk réttar til öngulveiði á sama tímabili. Annars vegar veiðirétt Kálfastrandar 1, samtals 66 lagnir, að hámarki 5 net. Hins vegar veiðirétt Kálfastrandar 2, samtals 66 lagnir, að hámarki 4 net. Öllum íbúum Skútustaðahrepps gefst kostur á að gera tilboð í veiðiréttinn vegna komandi vetrarveiðitímabils.

Í samræmi við reglur Veiðifélags Mývatns verður hvort leyfi aðeins gefið út á einn aðila.

Tilboðum skal skila í tölvupósti á Helgi@skutustadahreppur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl 12:00, þriðjudaginn 22. febrúar.

Scroll to Top