merki sameinaðs sveitarfélags

Vatnsveita

1.gr. Vatnsgjald.

Af öllum fasteignum í Skútustaðahreppi sem tengdar eru vatnsveitu
Skútustaðahrepps, ber að greiða vatnsgjald árlega til sveitarfélagsins, nema
sérstaklega sé um annað samið.

2.gr. Stofn til álagningar vatnsgjalds.

Stofn til álagningar vatnsgjalds skal vera 0,15% af fasteignamati allra húsa og
lóða samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001.

3.gr. Gjalddagar.

Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignagjalda og
greiðist vatnsgjaldið með fasteignagjöldum.

4.gr. Breytingar á gjöldum

Ákvörðun um vatnsgjald samkvæmt 2. gr. er tekin árlega af sveitarstjórn
samhliða ákvörðun um álagningarstuðla fasteignagjalda.

5.gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.

Vatnsgjald greiðist af hús – og íbúðareiganda, lóðareiganda ef um eignarlóð er
að ræða en af leigutaka ef um leigulóð er að ræða og bera þessir aðilar ábyrgð á
greiðslu gjaldsins.
Vatnsgjald nýtur aðfararheimildar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um vatnsveitur
sveitarfélaga nr. 32/2004, sbr. 10. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, og
má gera aðför í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta.
Vatnsgjald nýtur lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga
með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald
og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.

Scroll to Top