merki sameinaðs sveitarfélags

Útgáfa starfsleyfis fyrir urðun ólífræns úrgangs

Í nóvember s.l. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir urðun óvirks úrgangs við Kollóttuöldu í landi Grímsstaða. Starfsleyfið veitir heimild til urðunar á 370 tonnum af óvirkum úrgangi á ári og kemur til með að styrkja aðra starfsemi á svæðinu, svo sem efnistöku og rekstri svartvatnstanks, uppgræðslu og starfsemi á vegum Landgræðslunnar og mögulega framtíðarþróun orkuvinnslusvæðisins við Þeistareyki. Frétt um útgáfu birtist á vef Umhverfisstofnunar þann 4. nóvember og má lesa hér.

Scroll to Top