merki sameinaðs sveitarfélags

Upptaka frá íbúafundi

Undirbúningsstjórn um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar boðaði til íbúafundar um stöðu, stefnu og tækifæri í sameinuðu sveitarfélagi miðvikudaginn 9. febrúar í Skjólbrekku, fundurinn var einnig sendur út á netinu. Sérstakur gestur fundarins var Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála sem tengdist stafrænt inn á fundinn.

Hér má nálgast upptöku frá íbúafundinum í gær. Því miður olli röð bilana í tæknibúnaði því að hljóðið var ekki nægilega gott í útsendingunni til að byrja með og loks gaf útsendingarvélin fína upp öndina. Búið er að lagfæra þessa upptöku eins og hægt er, en það vantar örlítið í erindi Róberts og Tryggva.

Upptaka frá íbúafundi.

Scroll to Top