merki sameinaðs sveitarfélags

Tilboð opnuð vegna lagningar göngu- og hjólastígs umhverfis Mývatn

Tilboð voru opnuð á skrifstofu sveitarfélagsins þann 26.04 vegna lagningar göngu- og hjólastígs frá Dimmuborgaafleggjara í Skútustaði. Eitt tilboð barst að upphæð 133.494.000 kr., frá Jóni Inga Hinrikssyni ehf. Áætlun Eflu verkfræði stofu hljóðaði uppá 174.385.000 kr. Tilboðið hljóðar upp á 76,6% af kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að sveitarstjóri fái heimild til samningaviðræðna við Jón Inga Hinriksson ehf á grundvelli tilboðsins.

Lagning göngu- og hjólastígs umhverfis Mývatns er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa og gesti svæðisins. Stígurinn mun verða hornsteinn í auknu umferðaröryggi og upplifun fólks. Hluti leiðarinnar frá Dimmuborgaafleggjara í Skútustaði felur í sér miklar áskoranir með tilliti til hönnunar í viðkvæmu og krefjandi landslagi og náið samstarf hefur verið haft m.a. við Ramý og Umhverfisstofnun auk Vegagerðarinnar.

Fjármögnun verkefnisins er samstarfsverkefni Skútustaðahrepps og Vegagerðarinnar og er það von sveitarstjórnar að hægt verði að klára hringinn á komandi árum.

Scroll to Top