Sveitarstjóri

Sveitarstjóri Skútustaðahrepps er Sveinn Margeirsson. Hann er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og lauk námi í stjórnun við Harvard Business School árið 2015. Hann hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Þá gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Hann hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum, m.a. í vísinda- og tækniráði. Eiginkona hans er Þórunn Rakel Gylfadóttir og eiga þau þrjú börn.

sveinn@skutustadahreppur.is

Scroll to Top