merki sameinaðs sveitarfélags

Skólastjóri óskast

Skólastjóri leik- og grunnskóla í Mývatnssveit- Afleysing óskast
Skútustaðahreppur auglýsir starf leik- og grunnskólastjóra við Reykjahlíðarskóla og Leikskólann Yl laust til umsóknar til eins árs. Um er að ræða eitt stöðugildi sem fer með sameiginlega stjórn skólanna. Sameining sveitarfélaganna Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar stendur yfir og í mótun er skipulag og þróun á samvinnu og samstarfi allra skólastofnana sveitarfélagsins.
Í skólunum er samfélag um 80 barna og starfsmanna á leik- og grunnskólastigi, sem setja velferð og hagsmuni barna í forgang með áherslu á lýðheilsu, jafnrétti, fjölmenningu, lýðræðislegt samstarf og virðingu fyrir manngildi og sjálfbærni. Öflug tengsl við umhverfi og grenndarsamfélag og sérstaða nánasta umhverfis eru nýtt til kennslu.
Unnið er samkvæmt stefnu um heilsueflandi grunnskóla, skóla á grænni grein og uppeldisstefnunni jákvæðum aga (Positive Discipline). Í skólunum er unnið ötullega að þróun skólastarfs sem tekur mið af samþættingu námsgreina og hæfnimiðuðu námi.
Leitað er eftir metnaðarfullum, framsæknum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á skólastarfi og er tilbúinn að leiða skapandi skólastarf og virkja þátttöku skólans í samfélagslegum nýsköpunarverkefnum í anda sjálfbærrar þróunar.
Meginverkefni og ábyrgð
● Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í samræmi við skólastefnu Skútustaðahrepps, aðalnámskrá leik- og grunnskóla og lög um leik- og grunnskóla
● Þátttaka, samvinna og samstarf við mótun skólastefnu og skólastarfs á leik- og grunnskólastigi í sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
● Fylgi eftir þeirri stefnu sem hefur verið mótuð í skólanum og viðhalda þróunarstarfi sem þegar hefur verið hrint úr vör.
● Leiða samstarf innan skólanna og í nærsamfélaginu.
● Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólanna og samfellu og samstarfi á milli skólastiganna.

Menntunar- og hæfniskröfur
● Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
● Færni í samskiptum
● Leyfisbréf og kennslureynsla
● Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- eða menntunarfræða er kostur.
● Hæfni og reynsla á sviði stjórnunar, stefnumótunar, áætlanagerðar og þróunar skólastarfs æskileg
● Áhugi á skólaþróun og framsæknu skólastarfi er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur aðstoðar við búslóðaflutning og við að útvega húsnæði í sveitarfélaginu.
Umsóknum skal skila á netfangið umsokn@skutustadahreppur.is, merkt „Skólastjóri Reykjahlíðarskóla – afleysing.“ Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, nöfn tveggja umsagnaraðila og stutt kynning á umsækjanda. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Héðinsson, sveitarstjóri í síma 464-6660, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á helgi@skutustadahreppur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju.
http://www.skutustadahreppur.is/ – http://www.skutustadahreppur.is/skolinn
Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.

Scroll to Top