1. Fundir
Minni salur 10.600 kr.
Stóri salur 35.600 kr.
2. Fjölskyldusamkomur s.s. afmæli og ættarmót. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 42.100 kr.
Stóri salur 70.100 kr.
Allt húsið 107.900 kr.
3. Fermingar og erfidrykkjur. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Allt húsið 54.000 kr.
4. Menningarviðburðir. Aðgangur að eldhúsi og áhöldum innifalinn:
Minni salur 27.000 kr.
Stóri salur 37.800 kr.
Allt húsið 54.000 kr.
Staðfestingargjald kr. 25.800
5. Þorrablót, árshátíðir, dansleikir, viðburðir með áfengisveitingum o.fl. Allt húsið:
Allt húsið 170.500 kr. Þrif á eigin ábyrgð
Allt húsið 210.500 kr. Þrif innifalin
Staðfestingargjald 42.400 kr.
Minni salur getur tekið allt að 85 manns í sæti
Stóri salurinn getur tekið allt að 100 manns í sæti
Reglur:
- Stefgjöld og dyravarsla, þegar við á, er ábyrgð leigutaka.
Reglur um stefgjöld má skoða hér: www.stef.is/notkun-tonlistar/samkomur/ - Þrif eru innifain í leiguverði í flokki 1-4 en valkvæð í flokki 5.
Þegar leigutaki sér sjálfur um þrif, þarf að þrífa eldhúsið vandlega, vaska upp og ganga frá
öllum eldhúsborðbúnaði sem notaður er og setja á sinn stað. Gólf í eldhúsi skal sópa og
skúra og þrífa upp matarleifar. Gólf í sölum og anddyri skal sópað vandlega og allt rusl
tekið saman. Leigutaki skal sjá um að henda rusli í ruslagám. Þrífa skal inni á salerni; wc,
vaska, spegla, sópa og skúra. - Með húsinu fylgir aðgangur að eldhúsi þar sem er að finna uppþvottavél, ísskáp, frystiskáp,
eldavél og ofn til upphitunar á mat ásamt lausabúnaði. - Húsið/salurinn er leigður með stólum og borðum. Leigutaki þarf sjálfur að sjá um
uppsetningu og röðun á borðum og stólum og ganga frá áður en húsinu er skilað af sér.
Óski leigutaki eftir því að leigusali/umsjónaraðili raði upp borðum og stólum, bætist við
aukagjald uppá 4.000 kr. - Leigutaki hefur aðgang að hljóðkerfi hússins.
- Umsjónaraðili Skjólbrekku sér um að opna húsið í samráði við leigutaka.
- Leigutaki þarf ávallt að tilnefna ábyrgðarmann sem skrifar undir samninginn án
undantekninga. Ábyrgðarmaður hefur umsjón með húsnæði meðan á viðburði stendur og
lokar að viðburði loknum. - Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða á leigutíma, þar með talið öllum skemmdun á húsnæði
og lausabúnaði og skulu þær bættar að fullu. Leigutaki skal gera leigusala/umsjónarmanni
grein fyrir því sem hefur misfarist, skemmst eða farið úr skorðum. - Umsjónarmaður Skjólbrekku er á vegum leigusala. Hann er tengiliður við leigutaka á
staðnum á leigutíma, tekur á móti leigutaka við komuna í Skjólbrekku, fer yfir reglur og
aðkomu hússins og metur gæði þrifa að loknum leigutíma ef við á. - Leigusala er heimilt að óska eftir staðfestingargjaldi frá leigutaka sem nemur 25% af heildar
verði viðburðarins. - Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu á tilsettum tíma þá áskilur leigusali sér rétt til þess að
leigja öðrum salinn samkvæmt bókunarlista. Afbókanir þurfa að berast eigi síðar en einni
viku fyrir leigudag. Að öðrum kosti mun leigusali innheimta skaðabótagjald sem að
lágmarki er helmingur af leiguverði samkvæmt verðskrá.