merki sameinaðs sveitarfélags

Rotþróargjald

1.gr

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er heimilt að innheimta árlega gjöld vegna hreinsunar
rotþróa á vegum sveitarfélagsins samkvæmt gjaldskrá sem sett er samkvæmt 5. mgr. 25.gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum,
að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar.
Fyrir hverja fasteign innan marka Skútustaðahrepps með eigin fráveitu, eða fráveitu
sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Skútustaðahrepps, skal greiða árlegt
þjónustugjald, sbr. 4.gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði
heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Greiða skal
sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri en ein rotþró er á sömu fasteign. Ef fleiri en
ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir,
nema ef sýnt er fram á aðra eignar- eða notkunarskiptingu á þrónni.
Undanþegnir frá gjaldskyldu eru rekstraraðilar með útgefin rekstrarleyfi fyrir
veitinga- og gististaði (flokkur 1-IV og hótelleyfi) en þeir skulu semja um tæmingu
rotþróa við viðurkenndan þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, sbr. 3.
gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar
Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Slíkir rekstraraðilar geta einnig
samið við Skútustaðahrepp um reglubunda tæmingu og skal samið um það
sérstaklega.

2.gr.

Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við losun á þriggja ára
fresti:

 • 0-4000 lítrar 15.000.
 • 4001-6000 lítrar 20.000 kr.
 • 6000 lítrar og yfir: 1.800 kr. fyrir hvern rúm. umfram 6000 lítra
  Endurkomugjald (þ.e. ef ekki er búið að greiða aðgengi og undirbúa þró fyrir
  tæmingu) er 50% álag miðað við stærð þróar.
  Fjárhæð árgjalds miðast við að mat og tæming rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár.
  Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að tæma rótþró sérstaklega, skal eigandi
  fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.
  Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra.
  Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.250. Rotþrær þurfa að
  vera aðgengilegar fyrir hreinsun. Allan aukakostnað vegna tæmingar skal eigandi
  fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka.

3.gr.

Gjalddagi og innheimta þjónustugjalds skv. 2. gr. fer fram með sama hætti og á sama
tíma og gjalddagar fasteignagjalda.
Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari er heimilt að innheimta með fjárnámi í fasteign
sem rotþró tengist án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og
mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar
samningsveði og aðfararveði.

4.gr.

Gjaldskrá þessi er samin á grundvelli samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á
starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanskildum Húsavíkurbæ frá 1. september, nr. 671/2003. Gjaldskráin er samin og samþykkt af sveitarstjórn.

Scroll to Top