merki sameinaðs sveitarfélags

Nýr starfsmaður hjá Þingeyjarsveit

Aðalbjörn Jóhannsson hefur verið ráðinn í starf tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Þingeyjarsveitar.

Aðalbjörn starfaði áður sem stuðnings- og félagsmálafulltrúi hjá Þingeyjarskóla og um árabil sem verkefnastjóri á tómstunda- og æskulýðssviði Norðurþings. Hann hefur í gegnum störf sín öðlast víðtæka reynslu af skipulagi og framkvæmd tómstunda- og æskulýðsmála auk þess að hafa sótt sér menntun og þekkingu á því sviði.

Starfið er nýtt innan sveitarfélagsins og er því ætlað að hafa yfir umsjón með þróun og framkvæmd þjónustu sem snýr að ungmennum hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða verkefni sem tengjast leikskólum, grunnskólum, frístundastarfi, forvörnum og lýðheilsu ásamt mörgum öðrum fjölbreyttum verkefnum. Aðalbjörn hefur unnið mjög gott starf síðustu ár fyrir ungmenni Þingeyjarsveitar og mun nú taka að sér stærra hlutverk í sameinuðu sveitarfélagi með nýtt starfsheiti.

Aðalbjörn er uppalinn Öxfirðingur en hefur búið undanfarin ár í Reykjahverfi þar sem hann er að tryggja rætur með eiginmanni og hundinum Freyju.

Við bjóðum Aðalbjörn velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins!

Scroll to Top