merki sameinaðs sveitarfélags

Músík í Mývatnssveit

Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit 2022 verður haldin í dymbilviku á skírdag 14.apríl og föstudaginn langa 15.apríl.
Á skírdag 14.apríl kl. 20 í Skjólbrekku, verður flutt píanótríó opus 70 nr 1, Draugatríóið, eftir Beethoven ásamt sönglögum og óperuaríum.

Á föstudaginn langa 15.apríl kl. 21 í Reykjahlíðarkirkju, verða fluttar ýmsar perlur tónbókmenntanna; þar á meðal sónata fyrir píanó og fiðlu eftir Mozart, kaflar úr einleikssvítum fyrir selló eftir J.S.Bach og úrval af sönglögum sem ramma inn efnisskrána og mynda heild sem er í samræmi við hefð dagsins.
Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Kristinn Sigmundsson bassi, Ammiel Bushakevitz píanó, Laufey Sigurðardóttir fiðla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló.
Hlökkum til að sjá ykkur !

Scroll to Top