merki sameinaðs sveitarfélags

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Skútustaðahrepps var fyrst samþykkt í sveitarstjórn Skútustaðahreps 14. júní 2017. Henni er ætlað að nýtast starfsmönnum til leiðsagnar og upplýsingar um ýmislegt er varðar starfsumhverfi, réttindi, skyldur, áherslur og samþykktir Skútustaðahrepps í málefnum sem varðar starfsfólk.

Markmið með mannauðsstefnu Skútustaðahrepps er að mynda skýra umgjörð um þau starfsskilyrði sem sveitarfélagið býður starfsmönnum sínum, auk þess að lýsa þeim almennu kröfum sem þeir þurfa að uppfylla svo þeir geti sinnt hlutverki sínu sem best. Jafnframt að stuðla að þjónustuvitund og góðum vinnuskilyrðum þannig að Skútustaðahreppur hafi ávallt á að skipa framúrskarandi og áhugasömum starfsmönnum, sem geta veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum samfélagsins. Lögð er áhersla á samvinnu milli starfsmanna á öllum stigum starfseminnar og vellíðan á vinnustað, öryggi, þróun og jafnrétti þannig að ávallt megi laða hæfa umsækjendur að lausum störfum. Mannauðsstefnan gerir ráð fyrir að jafnrétti kynjanna til starfa og í launum sé í heiðri haft hjá Skútustaðahreppi.

Stýrihópinn sem vann að gerð Mannauðsstefnunnar skipuðu Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir fulltrúi sveitarstjórnar og Jóhanna Jóhannesdóttir og Ólöf Þ. Gunnarsdóttir fulltrúar starfsfólks. Mannauðsstefnan var útfærð sem starfsmannahandbóksem lögð var fram til umsagnar hjá starfsfólki sveitarfélagsins.

Mannauðsstefnan hefur verið uppfærð nokkrum sinnum enda lifandi plagg. Síðast var farið í ítarlega uppfærslu á henni haustið 2019 þar sem stýrihópur sá um vinnuna.

Scroll to Top