merki sameinaðs sveitarfélags

Kynning vegna breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar

Merki Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum 16. nóvember 2022 að kynna vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2022 vegna lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggi á svæðinu.

Vinnslutillagan eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar. Opið hús verður að starfstöð sveitarfélagsins Hlíðarvegi 6 fimmtudaginn 24. nóvember frá kl 13 – 16 þar sem mögulegt verður að kynna sér tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat. Hægt verður að skila inn athugasemdum og ábendingum til föstudagsins 2. desember 2022 á skipulagsfulltrúa, atli@thingeyjarsveit.is eða skriflega á starfstöð sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 6, 660 Mývatn.

Scroll to Top