merki sameinaðs sveitarfélags

Kynning skipulagstillögu

Þriðjudaginn 10. maí frá kl 14 – 17 verður opið hús að sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6 þar sem mögulegt verður að kynna sér tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 vegna skilgreiningu efnistökusvæðis við Garð.

Skipulags- og matslýsing var auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. febrúar til og með 21. mars 2022. Í skipulags- og matslýsingu Ávar gert ráð fyrir allt að 120.000 m3 efnistökusvæði. Við yfirferð umsagna og greiningu á efnisþörf var fyrirhugað efnistökusvæði minnkað úr 120.000 m3 í 49.900 m3. Fyrirhugað efnistökusvæði tekur yfir eldri námu á skilgreindu athafnasvæði við Garð sem er um 7,8 ha að stærð og tekið efnismagn um 19.000 m3.
Í ljósi aðstæðna fer kynningin fer með svo skömmum fyrirvara sem raun ber vitni. Mögulegt er að fá kynningu á áformum í gegnum fjarfundarbúnað, beiðni um slíkt skal senda á atli@skutustadahreppur.is

Tengill á áður auglýsta skipulags- og matslýsingu

Scroll to Top