merki sameinaðs sveitarfélags

Íþróttamannvirki

Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps
Hlíðavegi 6, 660 Mývatn
Sími 888-4242
ims@skutustadahreppur.is

Í íþróttamiðstöðinni er íþróttasalur og líkamsræktarsalur og aðstaða til barnapössunar. Boðið er upp á blaktíma fyrir börn og fullorðan, fótbolta, zumba og fleira.
 

Opnunartímar:
Vetraropnun:
Mánudaga- fimmtudaga: 09:00-20:00

Föstudaga 12:00 -16:00
Laugardaga: 09:00-15:00
Sunnudaga: Lokað

Sumaropnun:

Alla daga vikunnar frá kl. 10:00-20:00

Athugið að afgreiðsla og klefar loka hálftíma fyrr.
 

Lykilkort – Lengri opnunartíma

Hægt er að kaupa LYKILKORT til þess að komast í líkamsræktina utan hefðbundins opnunartíma. Lykilkortið veitir aðgang að líkamsræktinni frá kl. 5.30 á morgnana og til kl. 23.00 (hægt að vera í ræktinni til miðnættis). Með þessu móti er vinnandi fólki, ekki síst þeim sem eru í vaktavinnu, gert auðveldara að sinna líkamsrækt áður en vinna hefst eða að loknum vinnudegi.

Lykilkortið kostar 3.500 kr. en þegar korti er skilað aftur fást 1.500 kr. endurgreiddar.

Líkamsræktarsalur:

Líkamsræktarsalur er í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar. Hann var stækkaður í ársbyrjun 2017 og mikið bætt við af nýjum tækjum. Salurinn er vel tækjum búinn og með gott teygjurými.

Íþróttasalur:

Salurinn er nýttur við íþróttakennslu í Grunnskóla Skútustaðahrepps en er einnig leigður út til hópa. Í salnum er hægt að leggja stund á flestar hefðbundnar innanhúsíþróttir, s.s. fótbolta, körfubolta, blak og badminton.

Aðgangsreglur ÍMS:

  1. Þegar þú kemur til okkar, vinsamlega skráðu nafnið þitt í afgreiðslunni, hvort þú ert að fara í líkamsræktina, í fótbolta, blak, Cross Training, Zumba osfrv.
  2. Ef þú kemur utan auglýsts opnunartíma þarftu að kaupa þér Lykilkort fyrir aukinn opnunartíma í líkamsrækt. Lykilkortið kostar 3.500 kr. en þegar korti er skilað aftur fást 1.500 kr. endurgreiddar.
  3. Lykilkortið er aðeins gefið út á eitt nafn, handhafa.
  4. Stranglega bannað er að leigja eða lána Lykilkort til einhvers annars eða hleypa einhverjum öðrum inn á kortunum. Þeim verða uppvísir að því að misnota kortin með þessum hætti missa aðgangskortið sitt og hafa aðeins aðgang að ræktinni á hefðbundnum opnunartíma að degi til.
  5. Inngangshurðin er stillt þannig að hægt er að opna hana með Lykilkortinu frá kl. 05.30 til kl. 23.00. Ekki er hægt að komast inn eftir þann tíma en hægt er vera í ræktinni til miðnættis. Yfirgefa þarf húsið kl. 24.00. Eftir það fer öryggiskerfið í gang á kostnað þeirra sem eru í ræktinni þá stundina.
  6. Athugið að öryggismyndavélar eru um allt hús. Fylgst verður með aðgangi í gegnum kortalesarann og myndavélinni daglega og allt skráð niður til að halda utan um notkun á Íþróttamiðstöðinni og þreksal.

Scroll to Top