merki sameinaðs sveitarfélags

Hunda- og kattahald í Skútustaðahreppi

1.gr.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sett sveitarfélaginu samþykkt um hunda- og
kattahald nr. 22/2017 skv. 4.gr laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

2.gr.

Sveitarsjóður innheimtir skráningargjald sem ætlað er til að framfylgja samþykktinni
fyrir þá hunda og ketti sem leyfi er veitt fyrir sbr. gjaldskrá þessari.

3.gr.

Gjaldskráin er sem hér segir:
a. Skráningargjald fyrir hund er kr 3.165,-
b. Skráningargjald fyrir kött er kr. 3.165,-
Skráningargjald er ekki endurgreitt við afskráningu. Innifalið í leyfisgjaldi er
númeraplata á ól og umsýslugjald sveitarfélagsins.
Líkt og segir í 3. gr. í samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald nr. 22/2017
skulu leyfishafar árlega, á tímbilinu október til nóvember, á eigin kostnað færa hunda
sína til skoðunar og hreinsunar hjá dýralækni í samræmi við ákvæði XV. kafla
reglugerðar nr. 941/2002, um hollustuhætti. Leyfishafar skulu fyrir árslok ár hvert
framvísa á skrifstofu hreppsins kvittun fyrir ábyrgðartryggingu og vottorði frá
dýralækni um hreinsun og skoðun hunds. Geri leyfishafi það ekki er sveitarfélaginu
heimilt að rukka nýtt skráningagjald.

4.gr.

Af hundum og köttum sem handsamaðir eru og fluttir í gæludýrageymslu
Skútustaðahrepps samkvæmt 4. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í
Skútustaðahreppi 22/2017 skal eigandi greiða handsömunar-, fóður- og vistunargjald
áður en honum er afhentur hundurinn/kötturinn á ný, kr. 5.779 vegna handsömunar í
fyrsta sinn og 11.558 kr. í annað sinn.
Óskráða hunda og ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu og greiðslu
skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.

Scroll to Top