merki sameinaðs sveitarfélags

Hitaveita Reykjahlíðar í Birkilandi (frístundabyggð)

1.gr.

Hitaveita Reykjahlíðar selur hitaorku frá aðveituæð og dreifikerfi veitunnar í
Birkilandi við Voga samkvæmt ákvæðum gjaldskrár þessarar.

2.gr.

Hitaveita Reykjahlíðar lætur hverju húsi, sem er í sambandi við vantsæðar
hennar, í té vatnsmagn er ætla má að nægi til hitunar á húsinu, enda séu ofnar
hússins nægilega stóri að dómi eftirlitsmanns hitaveitu.

3.gr.

Fyrir afnot heita vatnsins skal greiða skv. vatnsæmli fyrir hvern rúmmetra vatns
miðað við vatnshita í tengibrunni þar sem stofnæð og heimtaug/dreifikerfi
mætast, sem hér segir:
a) Fyrir vatn 80°C og heitara greiðast 161 kr/m3.
b) 70-79° 129 kr/m3.
c) 69°C og kaldara 98 kr.
Hitaveitunni er heimilt að færa notendur milli gjaldflokka ef vanshiti breytist.
Þar sem vatnsmælir hefur verið settur upp og ef vatnsmælir bilar áætlar
hitaveitan vatnsnotkunina með hliðsjón af hitaþörf hússins. Hitaveitan lætur
húseigendum í té aukamæla ef þess er óskað.

4.gr.

Fyrir hverja húsveitu (1. mæli) er greitt fast mánaðargjald sem fer eftir stærð
mælis sem hér segir:
a) Fyrir mæli allt a𠾓 kr. 1.402
b) Fyrir mæli 1″-2″ kr. 2.824
c) Fyrir mæli 3″ og stærri kr. 5.628

5.gr.

Hitaveitugjöld skv. 3. og 4. grein verða krafin mánaðarlega, þegar eftir
mælaálestur. Þó er heimilt að láta líða lengri tíma en einn mánuð milli álestra og
fækka gjalddögum. Óski notandi þess að lesið sé af mæli hans utan
reglubundins álestartíma hitaveitunnar og honum gerður sérstakur reikningur
skal hann greiða fyrir það gjald kr.1.278.
Gjalddagi hitaveitugjalda er við útsendingu reiknings eða tilkynningar um
reikningsupphæð. Ber gjaldanda að greiða reikninginn í bönkum, sparisjóðum
og öðrum greðslustöðum þar sem hitaveitan ákveður. Það eru vanskil ef gjöld
fyrir orkunotkun eru ekki greidd innan 30 daga frá útsendingardegi reikningsins.

6.gr.

Heimæðargjald Hitaveitu Reykjahlíðar skal vera sem hér segir fyrir eina
heimæð:
Fyrir hverja heimæð kr. 536.087
Stofngjald fyrir hvern mæli umfram einn á sama inntaki er kr. 31.523
Lóðarhafar greiða auk heimtaugagjalds kostnað við lagningu heimæðar frá
stofnæð hitaveitu að húsvegg fyrir lengd lagnar umfram 50 metra.
Hitaveita Reykjahlíðar hefur rétt til að loka aðrennsli heita vatnsins að húsi eða
íbúð notanda sem vanrækir að greiða hitaveitugjöld. Fyrirætlun um lokun ber til
tilkynna með 7 daga fyrirvara.
Allan kostnað við lokun aðrennslis og opnun á ný greiðir sá sem er í vanskilum
auk kr. 2.555 í hvert skipti.

7.gr.

Á öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari leggjast skattar samkvæmt gildandi
reglum á hverjum tíma.

8.gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka lögtak á kostnað gjaldanda.

9.gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt orkulögum nr 58. 29.apríl 1967,
staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum sem
hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr.
20/2015

Scroll to Top