merki sameinaðs sveitarfélags

Hamingjukönnun 2022

Á næstu dögum munum við leggja fyrir fjórðu og jafnframt síðustu könnun um hamingju og vellíðan íbúa í Skútustaðahreppi. Um leið og við viljum þakka fyrir góðar viðtökur hingað til þá viljum við minna á að góð þátttaka er okkur mjög mikilvæg og biðlum við til ykkar að taka ykkur tíma og svara könnuninni hvort sem er á netinu eða í síma.

Þá viljum við minna á að úrræði um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hefur verið framlengt út árið 2022 og er hægt að leita beint til Sálfræðiþjónustu Norðurlands en starfsfólk sveitarfélagsins getur einnig veitt nánari upplýsingar.

Scroll to Top