merki sameinaðs sveitarfélags

Hamingjukönnun 2022

Eins og áður hefur komið fram þá er fjórða og jafnframt síðasta hamingjukönnunin farin í loftið.

Verkefnið er frumkvöðlaverkefni sem tekið hefur verið eftir á landsvísu þar sem hamingja og vellíðan íbúa Skútustaðahrepps hefur verið könnuð. Niðurstöðurnar hafa verið notaðar til að fara í sértækar aðgerðir í þágu íbúa. Fjölmargir hafa nýtt sér þau úrræði og viljum við minna á að áfram er í boði fyrir íbúa að fá gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu út árið 2022.

Um leið og við viljum þakka ykkur fyrir þátttökuna síðustu ár þá viljum við vekja athygli á mikilvægi þess að sem flestir gefi sér tíma til að svara könnuninni, annaðhvort á netinu eða í síma. Þekkingarnet Þingeyinga mun sjá um úthringingar dagana 14. – 20. mars.

Nú þegar við horfum til bjartari tíma með hækkandi sól og vonandi laus við heimsfaraldur þá vonumst við til þess að hægt verði að standa fyrir viðburðum þar sem við getum notið samveru hvors annars og glaðst saman.

Það tekur aðeins örfára mínútur að svara könnuninni hvort sem er í síma eða inna á  https://www.surveymonkey.com/r/MZP3Q87.

Scroll to Top