merki sameinaðs sveitarfélags

Halló ungmenni!!!

Ungmennaráð Skútustaðahrepps býður ungmennum á aldrinum 13 til 22 ára á opið hús í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps fimmtudaginn 14. apríl, skírdag.

Það styttist í að við verðum eitt sameinað sveitarfélag og viljum við að því tilefni bjóða ykkur á opið hús og skapa tækifæri fyrir ungmenni á svæðinu til að hittast, kynnast hvert öðru og hafa gaman!

Ekki láta þig vanta!

Dagskrá:

13:00 Fyrirlestur – Baldur Sigurðsson talar meðal annars um afreksíþróttir, heilbrigðan lífsstíl og hvernig er að alast upp í fámennu sveitarfélagi.

13:30 Opið hús í ÍMS- Margt í boði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, klifur, karfa, píla, þrautabraut, pool og margt fleira. Einnig verður hægt að kíkja í félagsmiðstöðina í kjallaranum.

15:00 Jarðböðin bjóða öllum ungmennum sem mæta á opna húsið í bað að lokinni dagskrá – Miðar á staðnum.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Scroll to Top