merki sameinaðs sveitarfélags

Gildi Skútustaðahrepps

JAFNRÆÐI – JÁKVÆÐNI – TRAUST – VIRÐING

Á starfsmannadegi Skútustaðahrepps þann 12. september síðastliðinn vann starfsfólk sveitarfélagsins m.a. að því að setja gildi fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Gildi endurspegla það sem sveitarfélagið stendur fyrir, tengir starfsfólkið saman, endurspeglar megináherslur og það sem við viljum vera þekkt fyrir í okkar starfsemi. Afrakstur þeirra vinnu var tillaga að eftirfarandi gildum:

Jafnræði – Við höfum jafnrétti, fjölbreytileika og samvinnu að leiðarljósi.

Jákvæðni – Við leggjum okkur fram um að vera lausnamiðuð, bjartsýn og glaðleg og stuðla þannig að vellíðan í samskiptum og samstarfi.

Traust – Við erum fagleg, heiðarleg og vandvirk í starfi.

Virðing – Við erum víðsýn og umburðarlynd og höfum að leiðarljósi gagnkvæma virðingu hvert fyrir öðru og náttúrunni.

Sveitarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða og þakkar starfsfólki fyrir góða vinnu.

Þessi vinna er hluti af nýrri Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn í sumar. Gildi verða nú gerð áberandi í starfsemi sveitarfélagsins.

Scroll to Top