Í ár ætlum við að fara aftur af stað með göngu umhverfis Mývatn en margir hafa lagt leið sína í píslagönguna allt frá árinu 1993 þegar nokkrir vinir ákváðu að föstudagurinn langi væri eini dagurinn á árinu sem væri nógu langur til að ganga hringinn í kringum vatnið.
Í ár verður gangan tileinkuð friði á jörð.
Gangan er 36 kílómetrar og fer hver og einn á sínum hraða, gangandi, hlaupandi eða hjólandi.
Dagskrá:
08:30 – Mæting í Reykjahlíðarkirkju þar sem fer fram skráning í gönguna í gestabók og séra Örnólfur sér um morguntíðir.
09:00 – Friðarganga hefst. Örn á Grímsstöðum og Jói frá Álftagerði sem fóru hringinn fyrst 1993 mæta og starta göngunni.
Á leiðinni verður hægt að koma við í Vagnbrekku sem er 12 km og nota salerni og fylla vatnsbrúsa. Skútustaðakirkja verður opin þar sem hægt verður að hvíla lúin bein og hlusta á séra Örnólf lesa Passíusálmana. Í Skjólbrekku verður hægt að komast á salerni og kaupa súkkulaði kaffi og kleinur fyrir 1000.- kr (a.t.h. enginn posi á staðnum). Kvenfélagið tekur á móti fólki frá 11:30- 16:00.
Þá eru 16 km eftir í Reykjahlíð og hægt að komast á salerni á Geiteyjarströnd 1. Björgunarsveitin Stefán mun vera til taks ef á þarf að halda.
Við tökum á móti frjálsum framlögum og mun söfnunarfé renna óskipt til flóttafólks frá Úkraínu.
Reikningurinn er á nafni Skútustaðarkirkju
Úkraínureikningur:
1110-05-250359
Kt. 600269-1279
Hvetjum alla til að styrkja gott málefni.
Verið hjartanlega velkomin!