merki sameinaðs sveitarfélags

Framkvæmdastjóri Mývatnsstofu

Mývatnsstofa ehf leitar að öflugum einstaklingi til að leiða markaðs-, kynningar- og þróunarmál ferðaþjónustu í Mývatnssveit og Þingeyjarsveit. Starfsstöð Mývatnsstofu er í Mývatnssveit.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur Mývatnsstofu
 • Vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi
 • Verkefnastjórn
 • Styrkumsóknir og fjármögnun verkefna
 • Þróun nýrra verkefna
 • Veita aðstoð og ráðgjöf til ferðaþjónustufyrirtækja
 • Alhliða kynningarstarf og fundastjórnun

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af fyrirtækjarekstri
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
 • Sjálfstæð, fagleg og skipulögð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, stjórnarformaður Mývatnsstofu. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is fyrir 6. desember 2021. Fullum trúnaði er heitið.

Mývatnsstofa er samnefnari atvinnu- og mannlífs í Mývatnssveit og Þingeyjarsveit og sinnir markaðssetningu, upplýsingaöflun, miðlun og hagsmunagæslu á svæðinu. Fyrirtækið leitar leiða til að skapa svæðinu sífellt sterkari sess í allri umræðu um lífsgæði á Íslandi. Framtíðarsýn Mývatnsstofu er að fyrirtækið verði þekkt vörumerki í markaðssetningu ferðamála og sameiningartákn fyrir ferðaþjónustu í Mývatnssveit, Þingeyjarsveit og nágrenni.

Scroll to Top