Eins og undanfarin tvö ár býður Skútustaðhreppur nemendum fæddum 2006-2009 starf í Vinnuskólanum sumarið 2022. Áætlað er að vinnan hefjist í byrjun júní og fram til 22. júlí og verður starfstíminn mánudaga til fimmtudaga kl. 08:00-12:00 og 13:00-15:30.
Helstu verkefni Vinnuskólans verða: Sláttur, rakstur og létt viðhald á lóðum. Gróðursetning, áburðargjöf, hreinsun, málun, aðstoð við leikjanámskeið, aðstoð í stofnunum og önnur tilfallandi verkefni. Til þess að geta skipulagt starfið er mikilvægt að vita hverjir ætla að sækja um fyrir sumarið.
Foreldrar/ forráðamenn þeirra barna sem ætla að sækja um í Vinnuskólanum 2022 eru vinsamlegast beðnir að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið umsokn@skutustadahreppur.is fyrir 15. mars
Nafn nemanda:
Bekkur:
Nafn foreldra/forráðamanna