merki sameinaðs sveitarfélags

Endurheimt votlendis

Með endurheimt votlendis er stuðlað að líffræðilegum fjölbreytileika sem hefur margþætt áhrif á hagkerfi og samfélög manna með aukinni vistkerfaþjónustu. Endurheimt votlendis er talin vera ein áhrifamesta lausnin sem íslendingum stendur til boða við bindingu kolefnis og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Um 4.200 km2 votlendis hafa verið ræstir fram hér á landi, en einungis 570 km2 þess lands eru nýttir til jarðræktar. Framræsla votlendis á Íslandi stóð að mestu yfir í u.þ.b. 40 ár á síðari hluta síðustu aldar. Á árabilinu 1951-1985 voru grafnir 29.000 km af framræsluskurðum og ristir 60.000 km af lokræsum í mýrar. Árið 2003 hófst verkefni er snérist um endurheimt votlendis í Framengjum og Nautey og stóð verkefnið til ársins 2005. Mikil breyting hefur orðið á landinu og lífríkið tekið við sér en langan tíma mun taka fyrir náttúruna að afmá þau ummerki sem unnin voru á landinu með skurðagerð

Scroll to Top