
Efnistökusvæði í Garði – Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023
Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 23. mars 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér skilgreiningu efnistökusvæðis í landi Garðs þar sem áætlað er að taka 120.000 m3 af efni á 4,4 ha svæði.