Fréttir

Lausar stöður við Leikskólann Yl

Leikskólinn Ylur í Mývatnssveit auglýsir eftir þremur leikskólakennurum. 100% staða deildarstjóra 100% staða leikskólakennara 100% staða leikskólakennara Ylur er tveggja deilda leikskóli í Mývatnssveit. Í haust er gert ráð fyrir að um 25 börn verði í leikskólanum á aldrinum 1 – 5 ára en börn eru tekin inn í leikskólann frá 10 mánaða aldri. Ylur

Lesa áfram »

Auglýsing frá yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, sem fram fara þann 14. maí 2022.

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. eru tveir og verða á kjördag opnir sem hér segir: Ljósvetningabúð frá kl. 10:00 til kl. 22:00 og Skjólbrekka frá kl. 10:00 til kl. 22:00 Í undirkjörstjórn á kjörstað í Ljósvetningabúð eru: Steinn Jóhann Jónsson, Katla Valdís Ólafsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir. Varamenn: Snorri Guðjón Sigurðsson, Aðalsteinn Már Þorsteinsson

Lesa áfram »

Norðansprotinn – ertu með hugmynd?

Dagana 16. – 20. maí næstkomandi fer fram nýsköpunarkeppnin Norðansprotinn þar sem leitað er eftir nýsköpunarhugmyndum á sviði matar, vatns og orku. Keppnin er haldin af Norðanátt sem eru regnhlífarsamtök nýsköpunar á Norðurlandi og byggir á hringrás árlegra viðburða þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Verðalaunin eru

Lesa áfram »

Anna Sigríður ráðin í afleysingu skólastjóra

Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin í afleysingu leik- og grunnskólastjóra við Reykjahlíðarskóla og Leikskólann Yl fyrir næsta skólaár. Anna er með B.S gráðu í alþjóðlegri umhverfis- og þróunarfræði frá Noregs miljø-og biovetniskapelige universitet, M.A gráðu í Sérkennslufræðum frá University of Oslo og er að ljúka Diplómagráðu í áfallastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Anna hefur

Lesa áfram »

Stafræn sveitarfélög – samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á

Lesa áfram »

Kynning skipulagstillögu

Þriðjudaginn 10. maí frá kl 14 – 17 verður opið hús að sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps Hlíðavegi 6 þar sem mögulegt verður að kynna sér tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 vegna skilgreiningu efnistökusvæðis við Garð. Skipulags- og matslýsing var auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. febrúar til og með 21. mars 2022.

Lesa áfram »

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

English below. Jóhanna Jóhannesdóttir mun annast utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga 2022 á skrifstofum sveitarfélaganna. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélaganna eftirfarandi daga milli kl. 13:00 og 15:00. Skrifstofa Skútustaðahrepps: 2. 5. 11. og 13. maí Skrifstofa Þingeyjarsveitar: 4. 6. 9. og 12. maí Pre-election voting before the election day Pre-election voting will taka

Lesa áfram »

Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Sveitarstjóri undirritaði rétt í þessu fyrir hönd sveitarfélagsins samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu þar sem Jarðböðin hf. og Skútustaðahreppur lýsa yfir vilja til samstarfs.Jarðböðin kynntu nýverið metnaðarfull uppbyggingaráform. Áformin munu skapa fjölda nýrra starfa og í því ljósi er það vilji Jarðbaðanna að tryggja starfsfólki sínu húsnæði. Að sama skapi er það vilji sveitarfélagsins

Lesa áfram »
Scroll to Top