merki sameinaðs sveitarfélags

Björgunarsveitin Stefán

Árið 1967 var stofnuð björgunarsveit í Mývatnssveit, að tilhlutan Hannesar Hafstein erindreka Slysav.fél Íslands. Stofnendur sveitarinnar voru 16 og fyrsti formaður Sverrir Tryggvason. Nafn sveitarinnar er tilkomið vegna björgunarafreka Stefáns Stefánssonar í Ytri Neslöndum, sem á langri ævi var svo lánsamur að bjarga fjölda manns úr Mývatni.

Björgunarsveitin er til húsa í Múlavegi 2, í suðurenda áhaldahúss og slökkvistöðvar og í gulu skemmu eins og oft er nefnt að Múlavegi 3. Eins á sveitin sæluhús (neyðarskýli ) upp undir Kistufelli rétt norðan Vatnajökuls.

Tækjakostur sveitarinnar er Ford Econoliner 2004 6 hjóla 46 “ , Nissan Patrol 2007 á 41“ dekkum, Hagglund snjóbíll , Arctic Cat 700 fjórhjól 2013 , 3 stk vélsleðar 1 til 3 ára gamlir, Mark 2 slöngubátur og Mark 3 slöngubátur. Sveitin á svo ýmsan skyndihjálpar búnað og annan björgunarbúnað.

Í dag eru virkir félagar 41. Meðaltal útkalla síðustu 5 ára hefur verið 47 á ári.

Mývatnssveitin er á jaðri hálendisins og sveitina heimsækja gríðarlegur fjöldi ferðamanna og eru útköllin í samræmi við það.

Stjórn sveitarinnar skipa::

  • Kristján Steingrímsson formaður. Síim 856 1160. krissi22@gmail.com
  • Karl Emil Sveinsson gjaldkeri
  • Gísli Rafn Jónsson meðstjórnandi
  • Gunnar Brynjarsson meðstjórnandi
  • Guðjón Vésteinsson meðstjórnandi
Scroll to Top