merki sameinaðs sveitarfélags

Auglýsing vegna skipulagsáforma í Skútustaðahreppi

Í kynningu eru skipulagsáform í Skútustaðahreppi. Annarsvegar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 sem gerir ráð fyrir nýjum svæðum undir íbúðarbyggð við Skjólbrekku á Skútustöðum og tillaga að deiliskipulagi sem gerir nánari grein fyrir þeim áformum sem liggja fyrir. Hinsvegar liggur fyrir kynning á deiliskipulagi Bjarkar, Vogum þar sem fjallað er um núverandi aðstöðu og fyrirhuguð framtíðar áform.

Tillögurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir skipulagsauglýsingar.

Tillögunnar má einnig skoða á skrifstofu sveitarfélagsins Hlíðavegi 6, opið hús verður þriðjudaginn 7. desember 2021 frá kl 16 – 17 þar sem skipulagsfulltrúi verður á svæðinu og hægt verður að kynna sér tillögunar.

Umsagnir og frekari spurningar berast skipulagsfulltrúa, Atla Steini Sveinbjörssyni á netfangið atli@skutustadahreppur.is eða í síma 464 6664

Scroll to Top