merki sameinaðs sveitarfélags

Auglýsing frá yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, sem fram fara þann 14. maí 2022.

Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. eru tveir og verða á kjördag opnir sem hér segir:

Ljósvetningabúð frá kl. 10:00 til kl. 22:00 og

Skjólbrekka frá kl. 10:00 til kl. 22:00

Í undirkjörstjórn á kjörstað í Ljósvetningabúð eru:

Steinn Jóhann Jónsson, Katla Valdís Ólafsdóttir og Helga Sveinbjörnsdóttir.

Varamenn: Snorri Guðjón Sigurðsson, Aðalsteinn Már Þorsteinsson og Hanna
Berglind Jónsdóttir.

Í undirkjörstjórn á kjörstað í Skjólbrekku eru:

             Birgir Steingrímsson, Bernadetta Kozaczek og Helgi Arnar Alfreðsson.

Varamenn eru: Atli Steinn Sveinbjörnsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Hannes
Lárus Hjálmarsson.

Kjörskrá vegna kosninganna er skipt á milli sveitarfélaganna og ofangreindra tveggja kjörstaða. Kjósandi sem óskar eftir því að flytja sig á milli kjörstaða getur fengið heimild til þess flutnings enda fylli hann út eyðublað þar lútandi. 

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt í Félagsheimilinu Breiðumýri. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 864 2938 og tölvupóstfangið: kjorstjorn@thingeyjarsveit.is.

Talning atkvæða fer fram í Breiðumýri og hefst að kjörfundi loknum. Útsendingu frá talningarstað verður streymt á vefnum. Slóð á netstreymi verður auglýst á vef beggja sveitarfélaga.

Yfirkjörstjórn vegna kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags
Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, 3. maí 2022.

Dagný Pétursdóttir, Jón Þórólfsson, Tryggvi Þórhallsson

Scroll to Top