Anna Sigríður Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin í afleysingu leik- og grunnskólastjóra við Reykjahlíðarskóla og Leikskólann Yl fyrir næsta skólaár. Anna er með B.S gráðu í alþjóðlegri umhverfis- og þróunarfræði frá Noregs miljø-og biovetniskapelige universitet, M.A gráðu í Sérkennslufræðum frá University of Oslo og er að ljúka Diplómagráðu í áfallastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Anna hefur töluverða reynslu af kennslu og við ráðgjöf í velferðarmálum.
Við bjóðum Önnu velkomna og hlökkum til samstarfsins.