merki sameinaðs sveitarfélags

Áhaldahús / veitur

Áhaldahús og veitur
Múlavegi
Sími 464 4362
Forstöðumaður: Lárus Björnsson. Sími 862 4163. larus@skutustadahreppur.is
Bilanasími: 862 4163.
Starfsmenn:  Jónas Pétur Pétursson.

Reglugerð Hitaveitu Reykjahlíðar

Reglugerð um Vatnsveitu Reykjahlíðar

Hitaveita Reykjahlíðar

Með samningi milli ríkissjóðs Íslands og eigenda jarðarinnar Reykjahlíðar dagsettum 18. mars 1971 eignaðist ríkissjóður jarðhitaréttindi í landi Reykjahlíðar á jarðhitasvæðinu innan  jarðarinnar. Samkvæmt samningnum öðlaðist ríkið jafnframt nauðsynleg landsréttindi, þar á meðal jarðhitarétt og aðstöðu til mannvirkjagerðar til nýtingar hans. Endurgjald fyrir þessi verðmæti fólust í því að ríkissjóður skuldbatt sig til þess að byggja á sinn kostnað mannvirki   fyrir afhendingu á vatni frá varmaveitu í Bjarnarflagi handa byggðahverfunum við Reykjahlíð og Voga við Mývatn. Ennfremur til að afhenda endurgjaldslaust ákveðið vatnsmagn. Umrædd réttindi, það er jarðhitaréttindi innan svonefnds jarðhitaréttindasvæðis við Kröflu, Bjarnarflag og Námafjall, voru samkvæmt því ríkinu til frjálsra umráða og ráðstöfunar.
Þann 25. mars 1971 gerði ríkissjóður Íslands samning við eigendur jarðarinnar Voga um að þeir síðarnefndu afsöluðu sér jarðhitaréttindum ásamt jarðhita sem þar var að finna.  Fyrir réttindin greiddi ríkissjóður 1,9 milljónir og skuldbatt sig ennfremur til að afhenda endurgjaldslaust ákveðið vatnsmagn og koma upp mannvirkjum fyrir hitaveitu.

Sjá nánar hér.

Fráveita

Um rekstur fráveitna á vatnasviðinu fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna og reglugerða settra samkvæmt þeim. Til fráveitu telst allt lagnakerfi sem flytur frárennsli frá heimilum, stofnunum, atvinnufyrirtækjum, götum, gönguleiðum, lóðum og opnum svæðum og einnig öll mannvirki sem reist eru til meðhöndlunar eða flutnings á frárennsli. Um söfnun, hreinsun og losun skólps gildir reglugerð um fráveitur og skólp.

Þeir aðilar sem sjá um hirðu og meðhöndlun seyru skulu hafa til þess tilskilin starfsleyfi í samræmi við reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Fráveitukerfi þéttbýlis í Reykjahlíð í Skútustaðahreppi samanstendur af lagnakerfi sem tengt er níu rotþróm sem taka við skólpi frá byggðinni og eru sumar af þessum rotþróm tengdar siturlögnum. Samkvæmt reglugerð nr. 789/1999 um fráveitur og skólp telst rotþró með siturlögn eða sandsíu vera tveggja þrepa hreinsun, og því fer fram hreinsun á því stigi í vissum tilfellum í Reykjahlíð.

Samkvæmt reglugerð nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu kemur fram að skólp á vatnasviði Mývatns skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við ákvæði 2. málsgreinar 7. greinar reglugerðar um fráveitur og skólp. Jafnframt kemur fram í deiliskipulagi Reykjahlíðar, að krafist sé hreinsistöðvar innan skipulagssvæðis Reykjahlíðar. 

Samþykkt um losun rotþróa
 

Um frágang rotþróa
Um frágang rotþróa og siturlagna er vísað til bæklings Hollustuverndar ríkisins um rotþrær. Bæklingurinn er mjög ítarlegur og hægt er að nálgast hann á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Smellið hér til að skoða bæklinginn á pdf formi.

Sérstök atriði eru vakin á eftirfarandi atriðum
Rotþrær skulu vera þriggja hólfa, og a.m.k. 3000 l að vatnsrúmmáli fyrir heilsárshús og a.m.k. 1500 l að rúmmáli fyrir sumarhús. Frárennsli frá rotþróm skal leiða um siturlögn.

Siturlögn er fráveiturör með götum á (siturrör), sem boruð hafa verið út með reglulegu millibili ( 10 mm bor ). Með slíkri lögn er leitast við að dreifa skólpvatninu í malarbeð og hreinsa enn frekar áður en það berst í grunnvatn.

Fyrir íbúðarhús þarf siturlögn að vera 30 metra löng og við sumarhús 15 metra löng. Siturlögn getur í einstaka tilfellum verið styttri, þar sem jarðvegur ( möl ) tekur vel við vatni.

Ávallt skal gæta þess að rotþró og allar lagnir til og frá henni séu a.m.k. 50 cm fyrir ofan grunnvatnsyfirborð og að fyllt sé upp með sandi og möl á milli.

Siturlagnir skal leggja í malarfylltan skurð. Kornastærð malarinnar í skurðinum þarf að vera 10-20 mm svo ekki sé hætta á að götin stíflist.

Frárennsli frá mjólkurhúsum skal ekki leiða í rotþró ( vegna vatnsmagns og sótthreinsandi efna ). Þess í stað skal leiða slíkt frárennsli inn á siturlögn aftan við rotþró, eða inn á sérstaka 15 metra langa siturlögn. Ef um er að ræða lausan jarðveg (jörð) sem tekur vel við vatni, er fullnægjandi að leiða frárennsli frá mjólkurhúsi í grjótpúkk. Til að auka rekstraröryggi getur verið gott að koma fyrir lítilli felliþró á frárennsli frá mjólkurhúsi.

Losun rotþróa í Skútustaðahreppi
Skútustaðahreppur er með samning við Verkval ehf. þegar kemur að losun rotþróa fyrir sveitarfélagið í þéttbýli. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu Verkvals ehf. geta haft samband í síma 461 1172.

Scroll to Top