merki sameinaðs sveitarfélags

79. fundur sveitarstjórnar

 1. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,
  miðvikudaginn 6. apríl 2022, kl. 09:15.

Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir, Alma Benediktsdóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Helgi Héðinsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 1. Skólamál – 2203035
  Fyrir liggur að Hjördís Albertsdóttir, skólastjóri Reykjahliðarskóla og Leikskólans Yls verður í orlofi næsta skólaár.
  Lögð fram auglýsing þar sem óskað er eftir afleysingu skólastjóra veturinn 2022-2023. Leitað er eftir metnaðarfullum, framsæknum einstaklingi sem hefur góða þekkingu á skólastarfi og er tilbúinn að leiða skapandi skólastarf og virkja þátttöku skólans í samfélagslegum nýsköpunarverkefnum í anda sjálfbærrar þróunar.
  Samþykkt samhljóða
  Samþykkt
 2. Kálfaströnd – 2202005
  Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um nýtingu túna og veiðirétt jarðarinnar.

Þá liggur fyrir fundinum beiðni Halldórs Þ. Sigurðssonar varðandi viðræður um kaup á lóð úr landi Kálfastrandar undir íbúðarhús sem nú stendur á leigulóð. Einnig beiðni um leigu á landspildu í nærumhverfi hússins.

Meirihluti sveitarstjórnar felur sveitarstjóra að auglýsa sumarveiðirétt Kálfastrandar. Halldór situr hjá við afgreiðslu þessa hluta og vék að því loknu af fundi. 

Sveitarstjórn felur oddvita að ganga frá samkomulagi við notendur túna jarðarinnar um framlengingu til eins árs. Hið sama gildi um beit.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í beiðni Halldórs og felur lögmanni sveitarfélagsins að vinna að málinu.
Samþykkt

 1. Fýsileikagreining orkukosta – 2106009
  Sveitarstjóri fór yfir framgang málsins.
  Lagt fram
 2. Göngu- og hjólastígur – 2008026
  Sveinn Margeirsson fór yfir stöðu verkefnisins. Unnið er að útboðsgögnum samhliða umferðaröryggisrýni, en stefnt er að útboði á næstu dögum.
  Lagt fram
 3. Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
  Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Skjólbrekku við Skútustaði. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. október 2021 að auglýsa skv. 2. mgr. 41. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi Skjólbrekku og breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023.
  Breyting á aðalskipulagi felur í sér að 0,6 ha af landbúnaðarlandi við Skjólbrekku á Skútustöðum er skilgreint sem íbúðarbyggð sem nánar er útfærð í deiliskipulagi sem unnið er samhliða breytingu á aðalskipulagi.
  Deiliskipulag Skjólbrekku tekur yfir 12,6 ha svæði þar sem litið er til áhrifasvæðisins í heild og settir fram skilmálar um þróun svæðisins, fyrirhugaða íbúðaruppbyggingu og áhrifamat vegna framkvæmda.
  Athugasemdafrestur var gefinn frá og með 3. desember 2021 til og með 14. janúar 2022. Skipulagsnefnd fór yfir þær athugasemdir sem bárust á fundi sínum 15. mars 2022.
  Athugasemdir bárust frá Auði Hildi Hákonardóttir, Auði Jónsdóttur og Gylfa Hrafnkeli Yngvasyni, Árna Arnari Sigurpálssyni, Áshildi Jónsdóttur, Björgu Jónasdóttur, Böðvari Jónssyni, Daða Lange, Einari Georgssyni, Fjöreggi, Georgi Inga Einarssyni, Herði Halldórssyni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Hildi Hermóðsdóttur, Inga Þór Yngvasyni, Írenu Einarsdóttur, Írisi Dögg Ingadóttur, Kára Þorgrímssyni og Jóhönnu Njálsdóttur, Kristjáni Hjelm, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn, Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur og Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur, Rakel Margréti Viggósdóttur, Sigurði Jónssyni, Sigrúnu Skarphéðinsdóttur, Skarphéðni Frey Ingasyni, Sólveigu Hólmfríði Jónsdóttur, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Yngva Péturssyni og Þorsteini Valdimarssyni.
  Í ljósi framkominna athugasemda er skipulagsfulltrúa falið í samstarfi við skipulagsráðgjafa að vinna uppfærða tillögu sem kemur betur til móts við hin margvíslegu sjónarmið í málinu og leggja fyrir sveitarstjórn að nýju.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt

 1. Deiliskipulag Bjarkar – 2009026
  Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Bjarkar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. október 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Bjarkar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er 4,24 ha og nær utan um starfsemi ferðaþjónustu og tengda starfsemi, íbúðarhús auk tjaldsvæðis.
  Tillagan var auglýst frá og með 3. desember 2021 til og með 14. janúar 2022 og bárust athugasemdir frá Ólöfu Þ Hallgrímsdóttur og Leifi Hallgrímssyni f.h. Vogabús ehf, Minjastofnun, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Erindið var síðast á fundi sveitarstjórnar þann 23. febrúar 2022 en afgreiðslu frestað þar til að niðurstaða um undanþágu frá skipulagsreglugerð lægi fyrir. Í bréfi frá Innviðaráðuneytinu dags. 30 mars 2022 er samþykkt að veita sveitarfélaginu heimild til að víkja frá d – lið í gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 sem snýr að því að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Skipulagsnefnd afgreiddi málið á fundi sínum 15. febrúar 2022 og áréttar við sveitarstjórn í bókun sinni að nefndin telji staðsetningu byggingarreits B1 við fjárhús ekki æskilega og að fallið verði frá þeim áformum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingar verði gerðar á greinargerð og uppdrætti á deiliskipulagi Bjarkar í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd leggur að öðru leyti til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og sjá um afgreiðslu deiliskipulags Bjarkar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
  Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar um að fjarlægður verði úr tillögunni byggingarreitur B1 við fjárhús. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi Bjarkar og felur skipulagsfulltrúa að sjá um breytingar á uppdrætti og greinargerð í samræmi við umsagnir og umræður á fundinum og gildistöku áætlunarinnar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Samþykkt
 1. Loftslagsstefna Skútustaðahrepps – 2108039
  Lögð fram til samþykktar lofslagsstefna Skútustaðahrepps sem unnin hefur verið á vettvangi umhverfisnefndar Skútustaðahrepps.
  Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að kynna stefnuna fyrir íbúum og hagsmunaaðilum.
  Samþykkt
 2. Vegagerðin – samráð – 2009032
  Umræður um viðhald vega innan sveitarfélagsins og heflun malarvega á komandi sumri. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar varðandi málið á komandi vikum.
  Samþykkt
 3. Aðalsteinn Már Þorsteinsson – erindi – 2203033
  Fyrir fundinum liggur áskorun til sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, frá Aðalsteini M. Þorsteinssyni dags. 15.03.2022.
  Skorað er á sveitarstjórnir beggja sveitarfélaga að stöðva nú þegar framkvæmdir og láta af áformum sínum um að breyta fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla í skrifstofurými fyrir stjórnsýslu. Þess í stað er skorað á sveitarstjórnirnar að gera samning við ríkið um móttöku flóttamanna og undirbúa umrætt húsnæði til þess að hýsa þá.
  Sveitarstjórn Skútustaðahrepps þakkar erindið og vísar til bókunar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags 24.03.2022 þar sem fram kemur:

Framkvæmdin í fyrrum húsnæði Litlulaugaskóla er ákvörðun sem sveitarstjórn tók við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og er liður í þróunarverkefni að auka og samþætta heilbrigðis- og félagslega heimaþjónustu í sveitarfélagin. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri stefnumörkun. Varðandi móttöku flóttafólks þá hefur sveitarstjórn nú þegar lýst sig reiðubúna til þátttöku í því samstarfsverkefni.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt

 1. Íþróttamiðstöðin – Opnunartími – 1912001
  Opnunartími ÍMS í sumar var til umræðu á 34. fundi velferðar- og menningarmálanefndar dags 5. apríl 2022.

Tillaga að opnunartíma:

Mánudagar til fimmtudagar 12-22
Föstudaga og laugardaga 15-21
Lokað á sunnudögum
Tillagan er samþykkt samhjlóða.
Samþykkt

 1. Erindi vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar – 2203032
  Lagt fram erindi frá Héraðsskjalasafni Þingeyinga vegna sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
  Lagt fram
 2. Málefni hitaveitu – 2204001
  Lagt fram minnisblað frá Tryggva Þórhallssyni um framvindu mála er varða hitaveitu.
  Lagt fram
 3. Árbók Þingeyinga – 2101019
  Frestað
 4. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024 Lagt fram
 5. Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags – 2106031
  Lögð fram 8. fundargerð undirbúningsstjórnar um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Fundargerðin er í átta liðum.
  Lagt fram
 6. Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
  Lögð fram 33. fundargerð skóla- og félagsmálanefndar, dags 16. mars. Fundargerðin er í fimm liðum.
  Samþykkt
 7. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
  Lögð fram fundargerð 34. fundar velferðar og menningarmálanefndar dags 5. apríl 2022. Fundargerðin er í níu liðum.

Vegna liðar 2:

Lögð fram drög að auglýsingu fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2022: Í samræmi við reglur um úthlutun menningarstyrkja í Skútustaðahreppi auglýsir velferðar- og menningarmálanefnd eftir umsóknum til menningarstarfs í sveitarfélaginu en þetta er fyrri úthlutun ársins 2022. Skútustaðahreppur veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar menningarstarfsemi eða verkefni. Við mat á umsóknum skal menningarstefna Skútustaðahrepps höfð til hliðsjónar. Auk þess er horft til eftirfarandi þátta: – Hvernig verkefnið / starfsemin auðgar menningarlífið í Skútustaðahreppi og hvernig fjármunirnir nýtist í því samhengi. – Hversu líklegt er að verkið verði framkvæmt, laði að frekara fjármagn og aðstandendur verkefnisins geti hrint því í framkvæmd. – Gæða, vinnslu og framsetningar umsóknar, sýn umsækjenda og fagleg vinnubrögð. Sótt skal um verkefnastyrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Skútustaðahrepps undir Forsíða – Eyðublöð – Styrkur til lista- og menningarstarfs. Umsóknarfrestur er til 3. apríl. Umsóknir skal senda á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2022.
Tvær umsóknir bárust: 1. Herdís Anna Jónasdóttir- sótt um 200.000.- kr. 2. Erla Dóra Vogler- sótt um 350.000.- kr.
Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn nr. 1 verði styrkt um 200.000.- kr og að umsókn nr. 2 verði styrkt um 350.000.- kr
Einnig leggur nefndin til að leiga á Skjólbrekku verði gjaldfrjáls fyrir þessa viðburði.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt

 1. Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
  Lögð fram fundargerð 27. fundar umhverfisnefndar dags 21. mars. Fundargerðin er í sjö liðum.

Vegna liðar 1: Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir sumarstarfsmanni vegna vinnu við heftingu á útbreiðslu ágengra tegunda í sumar.
Samþykkt

 1. SSNE – Fundargerðir – 1611006
  Lögð fram fundargerð 35. fundar stjórnar SSNE. Fundargerðin er í níu liðum.
  Lagt fram
 2. Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
  Lögð fram fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslendkra sveitarfélaga dags. 25. mars 2022. Fundargerðin er í tuttugu og níu liðum.
  Lagt fram
 3. Brák hses. – 2203027
  Lögð fram fundargerð fyrsta fundar Brákar hses. Fundargerðin er í sex liðum.
  Lagt fram

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Umsögn um tillögu til þingsályktunar – 418. mál 152. löggjafarþings – 2204003
  Lögð fram sameiginleg umsögn sveitarstjórna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál – 152. löggjafaþings:

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar fagna framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótun og aðgerðaáætlun í heilbrigðisþjónustu við eldra fólk til ársins 2030.

Sveitarstjórnirnar taka sérstaklega undir stefnumiðin sem sett eru fram undir 2. lið, þ.e. um rétta þjónustu á réttum stað. Mjög jákvætt er að sjá verulega aukna áherslu á að heilbrigðisþjónusta sé veitt inni á heimili eldra fólks og að íbúar eigi raunverulegt val um búsetukosti samhliða því að þörf þeirra fyrir stuðning eykst með hækkandi aldri.
Stefnumörkun og aðgerðaráætlun byggir á prýðilegri undirbúningsvinnu og samtali m.a. á grundvelli skýrslu Halldórs S. Guðmundssonar: Virðing og reisn – Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk. Þá haldast stefnumiðin í þingsályktunar¬tillögunni náið í hendur við markmið og aðgerðir í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, um fjarheilbrigðisþjónustu, akstursþjónustu í dreifbýli og landshlutateymi í velferðarþjónustu. Mikilvægur þáttur í þeirri vinnu er skilgreining á grunnþjónustu sem allir landsmenn skuli eiga jafnt aðgengi að. Gert er ráð fyrir að þegar sú skilgreining liggur fyrir verði unnar tillögur um jöfnun kostnaðar við að sækja einstaka þætti þjónustu á vegum ríkisins (aðgerð A.18).

Sameining sveitarfélaga
Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit munu sameinast í nýju sveitarfélagi samhliða kosningum þann 14. maí n.k. Ríkur vilji er til þess að nýta tækifæri samhliða sameiningunni til þess að efla og bæta þjónustu við eldri íbúa í nýju sveitarfélagi. Þar er töluverðum áskorunum að mæta sem einkum lúta að því að skipuleggja þjónustu yfir langar vegalengdir og tryggja þjónustustig í dreifðu samfélagi.
Vonir standa til að sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi muni leggja áherslu á þjónustu við eldri íbúa. Farvegur fyrir þá vinnu er m.a. í gegnum stefnu um þjónustustig í byggðarlögum sveitarfélags sem mótuð skal á grundvelli 130. gr. a í sveitarstjórnarlögum. Þessi stefnumótun skal fara fram samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir.
Umrætt ákvæði sveitarstjórnarlaga er nýmæli sem tók gildi á síðast liðnu ári. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi samþykkti er sérstaklega vísað til þess að sveitarstjórnir þurfi að móta skýra stefnu varðandi þjónustustig í viðkvæmari byggðum innan sveitarfélags. Ákvæðið er einkum talið eiga við um víðáttumikil sveitarfélög sem verða til með fækkun sveitarfélaga. Er því mikilvægara en áður að stefna sveitarstjórnar í þessu efni verði skýr og komi til sérstakrar umræðu og er því lögð til sú skylda á sveitarstjórn að gera grein fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra lögmæltra verkefna sem sveitarfélagið mun sinna á viðkomandi svæðum.
Þróunarverkefni um þjónustu við eldra fólk

Tillaga er í vinnslu um þróunarverkefni sem unnið verði að á vettvangi sameinaðs sveitarfélags. Vinnan felist í því að búa til ramma um það þjónustustig sem stefnt verði að sbr. hér að ofan.
Gert er ráð fyrir að þróunarverkefni sameinaðs sveitarfélags samanstandi af þremur meginþáttum:

 1. Skipulag á samþættri félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki á heimili þess einkum í sveitum.
 2. Innleiðing velferðartækni og fjarlausna.
 3. Uppbygging akstursþjónustu vegna hæfingar, dagdvalar og félagsstarfs.
  Miðað er við að þróunarverkefninu verði stýrt af þverfaglegum hópi. Væntanlegir samstarfsaðilar hafa lýst jákvæðu viðhorfi til þátttöku í slíkum hópi og að styðja þróunarverkefnið með faglegum hætti.
  Jafnframt þarf að móta líkan varðandi fjármögnun þjónustu í dreifðum byggðum. Ráðuneyti heilbrigðismála og félagsþjónustu þurfa að koma að þeirri vinnu samhliða innviðaráðuneyti, m.a. vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga út frá því meginhlutverki sjóðsins að jafna fyrir landfræðilegum aðstöðumun sveitarfélaga þegar kemur að því að veita lögboðna þjónustu.
  Verði ákveðið að hleypa þróunarverkefninu af stokkunum mun vinnan framundan fyrst og fremst snúa að því að greina samlegðaráhrif og meta hagkvæmar lausnir við að sækja og veita þjónustu. Einsýnt er að óskað verði eftir því að þróunarverkefnið fái stöðu sem aðgerð innan áætlunar sem boðuð er í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórn sem skipuð er skv. samstarfssáttmála ríkisstjórnarflokka fái lýsingu á þróunarverkefninu til umfjöllunar á komandi hausti.

Fulltrúar sveitarstjórnanna eru reiðubúnir til þess að taka þátt í frekari umræðu um málið á vettvangi velferðarnefndar Alþingis verði eftir því óskað.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir umsögnina samhjóða fyrir sitt leyti og felur Tryggva Þórhallssyni að senda umsögnina inn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Römpum upp Ísland – erindi – 2203034
  Lagt fram minnisblað um átaksverkefnið Römupum upp Ísland sem hefur að markmiði að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.
  Sveitarstjórn fagnar erindinu og tekur jákvætt í samstarf um málið.
  Samþykkt

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga 14. maí – 2204007
  Lagt fram erindi frá Svavari Pálssyni, sýslumanni, varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því að skipaður verði kjörstjóri í Skútustaðahreppi svo utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram á skrifstofu sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra er falið að ganga frá málinu í samstarfi við sýslumann.
  Samþykkt

Fundi slitið kl. 12:15.

Scroll to Top