merki sameinaðs sveitarfélags

78. fundur sveitarstjórnar

Fundargerð

 1. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6,
  miðvikudaginn 23. mars 2022, kl. 09:15.

Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Helgi Héðinsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 1. Ungmennaráð – Málefni ungs fólks – 2006003
  Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að málum 14-16 yrði bætt á dagskrá fundarins. Það var samþykkt.

Ungmennaráð Skútustaðahrepps mætti á fund sveitarstjórnar Skútustaðahrepps eins og gert er ráð fyrir í erindisbréfi rásins. Fyrir hönd ungmennaráðs mættu Helgi James, Júlía Brá og Sara Margrét, Dóróthea Gerður og Margrét Ósk voru í fjarfundadarbúnaði.
Ungmennin fóru yfir hverjar væru helstu áherslur ráðsins varðandi nýtt sameinað sveitarfélag og kynntu auk þess eftirfarandi mál:

 1. Unglingadeild Reykjahlíðarskóla -samstarf
 2. Foreldrasamstarf og félagslíf
 3. Sameiginlegur hittingur unglinga í sameinuðu sveitarfélagi
 4. Hundasvæði
  Sveitarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir góða kynningu og skemmtilegar umræður. Virk þátttaka ungmenna í stefnumótun er lykilatriði varðandi þróun samfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að styðja við viðburð á vegum ungmennaráðs í dymbilviku og felur sveitarstjóra að koma að skipulagi viðburðarins, í samráði við aðra starfsmenn sveitarfélagsins og ungmennaráð.
  Samþykkt
 5. Málefni hitaveitu í Vogum – 2203024
  Tryggvi Þórhallsson, lögmaður, sat fundinn undir þessum lið. Farið yfir málefni hitaveitu. Tryggva falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.
  Samþykkt
 6. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
  Fjölmenningarstefna Skútstaðahrepps staðfest.
  Samþykkt
 7. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps; 2019-2022 – 1810015
  Árleg yfirferð velferðar- og menningarmálanefndar á
  Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps er lokið.
  Sveitarstjórn samþykkir yfirfarna jafnréttisáætlun og jafnframt verður haft samstarf við Jafnréttisstofu um áætlunina.
  Samþykkt
 8. Stjórnsýsluskoðun 2022 – 2203013
  Lögð fram lokaskýrsla vegna stjórnsýsluskoðunar í Skútustaðahreppi vegna ársins 2021 frá KPMG
  Lagt fram
 9. Beiðni um umsögn við undanþágu frá skipulagsreglugerð – 2203010
  Tekin fyrir beiðni frá Innviðaráðuneytinu um umsögn við undanþágu frá d – lið í gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 sem snýr að því að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m.
  Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita umsögn til Innviðaráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.
  Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að veita umsögn til Innviðaráðuneytisins varðandi málið.
  Samþykkt
 10. Erindi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um móttöku flóttafólks – 2203018
  Málefni flóttafólks hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga og vikur og hafa sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki, bæði í fjölmiðlum sem og í samtölum við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.

Gert er ráð fyrir að fjöldi einstaklinga mun koma hingað í leit að skjóli vegna stríðsátaka. Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur skipað sérstakan aðgerðarhóp vegna verkefnisins, þar sem leitað er bæði eftir lausnum vegna neyðarviðbragða í ljósi fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem og varanlegri lausn eftir að vernd er veitt.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur verið að þróa samræmda móttöku flóttafólks í samstarfi við fimm sveitarfélög og er unnið að því að festa móttökukerfið í sessi. Að verkefninu koma auk sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur auk þess sem ráðuneytið er með samning við Rauða krossinn um félagslegan stuðning.

Reynsluverkefnið hefur gefið góða raun og er nú unnið að því að styrkja það enn frekar og taka tillit til þeirra ábendinga sem samstarfssveitarfélögin hafa komið með til ráðuneytisins. Nánari upplýsingar um móttöku flóttafólks er að finna á heimasíðu Fjölmenningarseturs.

Nú þegar hefur fjöldi aðila boðið fram húsnæði um allt land í verkefnið og því hefur verið settur upp sérstakur hlekkur á heimasíðu Fjölmenningarseturs þar sem hægt er að skrá húsnæði til leigu og verður þeim upplýsingum miðlað til sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að taka þátt í verkefninu og fól sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Sveitarstjórn hvetur íbúa til að skrá húsnæði sem í boði kann að vera, hið allra fyrsta.
Samþykkt

 1. Ársþing SSNE 2022 – 2203014
  Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra verður haldið föstudaginn 8 og laugardaginn 9. apríl 2022.
  Þingfulltrúar Skútustaðahrepps verða Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir.
  Samþykkt
 2. Nefndastarf Skútustaðahrepps – 2009005
  Frestað
 3. SSNE – Fundargerðir – 1611006
  Lögð fram fundargerð 36. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunnar á Norðurlandi eystra. dags 9. mars 2022
  Lagt fram
 4. Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
  Fundargerð 44. fundar skipulagsnefndar frá 15. mars 2022 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liður eitt hefur áður verið tekinn fyrir undir lið 6.
  Lagt fram
 5. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra- Fundargerðir – 2011026
  Lögð fram fundargerð 223. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 2. mars 2022. fundargerðin er í þrjátíu og fjórum liðum.
  Lagt fram
 6. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis – 1706019
  Lögð fram fundargerð 88. fundar Svæðisráðs norðursævðis dags. 8. mars 2022. Fundargerðin er í fimm liðum.
  Lagt fram

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Árbók Þingeyinga – 2101019
  Leitað er eftir áhugasömum aðila um ritun Árbókar Þingeyinga.
  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
  Samþykkt

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
  Lagt fram

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna

 1. Fundadagatal 2022 – 2112001
  Umræða um næsta fund sveitarstjórnar sem samkvæmt áætlun er fyrirhugaður 13. apríl.
  Sveitarstjórn samþykkir að flýta næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar til 6. apríl. Næsti fundur þar á eftir verður samkvæmt áætlun 27. apríl.
  Samþykkt
Scroll to Top