merki sameinaðs sveitarfélags

77. fundur sveitarstjórnar

Fundargerð

 1. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku,
  miðvikudaginn 9. mars 2022, kl. 09:15.

Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 1. Umhverfisstofnun – Samstarf og samráð – 2104021
  Fulltrúar Umhverfisstofnunar mættu til fundarins.

Sigrún Ágústsdóttir – forstjóri
Inga Dóra Hrólfsdóttir – sviðsstjóri
Ragnheiður Björk Sigurðardóttir – sérfræðingur UST í Mývatnssveit

Sigrún Ágústsdóttir fór yfir starfsemi Umhverfisstofnunar og helstu viðfangsefni. Kynnt og rædd voru drög að samstarfsáætlun UST og Skútustaðahrepps. Áætlunin hefur það meðal annars að markmiði að skapa yfirsýn yfir verkefni sem eru sameiginleg viðfangsefni stofnunarinnar og sveitarfélagsins og varða náttúruverndarsvæði í umsjá Umhverfisstofnunar í sveitarfélaginu, eflingu samstarfs, aukið upplýsingaflæði og leit skilvirkra lausna sem styðja vernd svæðisins og greining sameiginlega tækifæra til að efla samfélag og náttúru.

Áætlunin mun innibera upplýsingar um stöðu mála og næstu skref og fundaáætlun. Áætlunin verður tekin upp með sameinuðu sveitarfélagi í kjölfar kosninga í vor.

Áætlunin verður unnin áfram og stefnt að góðu samtali og samstarfi um málið á næstu vikum.
Samþykkt

 1. Göngu- og hjólastígur – 2008026
  Umræða um stöðu og framgang fyrirhugaðrar framkvæmdar við göngu- og hjólastíg frá Dimmuborgum að Skútustöðum.
 2. Félag eldri mývetninga- samningur – 2103047
  Bréf frá Ásdísi Illugadóttur fyrir hönd Félags eldri Mývetninga dags 16. febrúar, þar sem óskað er eftir framlagi að upphæð 400.000 frá sveitarfélaginu.

Halldór Þ. Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn fagnar öflugu starfi félags eldri Mývetninga og samþykkir umbeðið framlag að upphæð 400.000 sem rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2022. 
Samþykkt
 1. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar – Umsögn um aksturskeppni – 2002020
  Óskað var eftir samþykki sveitarstjórnar Skútustaðahrepps vegna snocross keppni í landi Reykjahliðar í
  samræmi við 3.gr. reglugerð nr. 507/2007. Keppnishaldari er Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar (AMS) og er keppnin hluti af vetrarhátíðinni við Mývatn.

Fyrir liggur skriflegt leyfi landeigenda.
Samþykkt

 1. íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps – 2101029
  Gjaldskrá ÍMS tekin til endurskoðunar.

Tillaga að bæta við gjaldskrá 10 skipta korti á 18.000 krónur og lækka gjald fyrir staka tíma í 2.500 krónur.

Umræða um sumaropnunartíma sbr. erindi frá forstöðumanni.
Sveitarstjórn samþykkir að bæta við gjaldskrá 10 skipta korti á 18.000 krónur og lækka gjald fyrir staka tíma í 2.500 krónur út árið 2022.
Samþykkt

 1. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
  Samþykkt
 2. Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
  Lögð fram fundargerð 33. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 1. mars 2022. Fundargerðin er í fimm liðum.
  Lagt fram
 3. Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags – 2106031
  Lögð fram fundargerð undirbúningsstjórnar dags 09. febrúar auk fundargerðar aukafundar dags. 28. febrúar.
  Lagt fram
 4. Innrás Rússa í Úkraínu – 2203003
  Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu.

Sveitarstjórn lýsir sig reiðubúna til þátttöku í samstarfsverkefni um móttöku flóttafólks og felur sveitarstjóra að vinna að undirbúningi málsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

 1. Sveitarstjórnakosningar 2022 Kjörstjórnir – 2203009
  Lögð fram auglýsing innviðaráðuneytis dags. 3. mars 2022 um staðfestingu á sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í eitt sveitarfélag. Auglýsingin mælir fyrir um að sveitarstjórnir sveitarfélaganna kjósi sameiginlega þrjá fulltrúa í yfirkjörstjórn og þrjá til vara. Kjörstjórnir þær sem kosnar voru í upphafi yfirstandandi kjörtímabils, skv. 14. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórnar, skulu vera undirkjörstjórnir í hvoru sveitarfélagi fyrir sig við sveitarstjórnarkosningar.
  Sveitarstjórn kýs til setu í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2022:
  Bjarni Höskuldsson, Tryggvi Þórhallsson og Dagný Pétursdóttir. Varamenn eru Sigrún Marinósdóttir, Ragnheiður Árnadóttir og Jón Þórólfsson.
  Sveitarstjórn kýs til setu í undirkjörstjórn í Skútustaðahreppi vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sbr. einnig 2. mgr. 49. gr. sveitarstjórnarlaga:
  Edda Stefánsdóttir, Friðrik Lange og Elín Steingrímsdóttir. Varamenn eru: Hrafnhildur Geirsdóttir, Þorlákur Páll Jónsson og Agla Rögnvaldsdóttir
  Samþykkt

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top