merki sameinaðs sveitarfélags

76. fundur sveitarstjórnar

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
    miðvikudaginn 23. febrúar 2022, kl. 09:15.

Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Dagskrá:

1.  Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps – 2201020
Fyrir liggur uppfærð Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps fyrir árið 2022 til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Húsnæðis og mannvirkjastofnunar.
Samþykkt
 
2.  Breyting á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga – 2201014
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga sem felur í sér að heimilt verði að reisa snyrtiaðstöðu í einnar hæðar byggingu með gólfflatarmáli að hámarki 60 m2 í stað 40 m2 svo unnt verði að uppfylla skilyrði um aðgengi fyrir alla og möguleika á gjaldtöku.
Skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum 15. febrúar s.l. að sveitarstjórn samþykkti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga og að farið yrði með hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin lagði einnig til að leitað yrði umsagnar Umhverfisstofnunar í samræmi við lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu nr. 97/2004 en að öðru leyti verði fallið frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins. Nefndin lagði til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa yrði falið að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga og að skipulagsfulltrúa verði falið að leita umsagnar Umhverfisstofnunar fyrir breytingunni í samræmi við lög nr. 97/2004 og gildistöku tillögunnar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 fallist Umhverfisstofnun á skipulagsbreytinguna.
Samþykkt
 
3.  Efnistaka í Garði – Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 – 2202014
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 frá Alta dags. 11. febrúar 2022. Breytingin snýr að því að skilgreina efnistökusvæði við Garð fyrir efnistöku allt að 120.000 m3 efnis á 4,4 ha svæði. Fyrirhugað efnistökusvæði er utan verndarsvæðis Mývatns og Laxár á landi sem hefur verið raskað vegna búskapartengdra athafna og tilrauna til uppgræðslu. Áætlunin felur í sér framkvæmd sem fellur í flokk B í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem ákvarðar hvort áætlunin sé háð umhverfismati.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 15. febrúar s.l. og leggur til að sveitarstjórn samþykki skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana skv. 30. mgr skipulagslaga nr. 123/2010. Sömuleiðis leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna fyrirhugaða áætlun til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um það hvort að áætlunin geri ráð fyrir framkvæmdum sem háð skuli mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 skv. 30. mgr skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun fyrirhugaða áætlun til ákvarðanatöku um það hvort að áætlunin geri ráð fyrir framkvæmdum sem háð skuli mati á umhverfisáhrifum.
Samþykkt
 
4.  Deiliskipulag Bjarkar – 2009026
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Bjarkar, Skútustaðahreppi. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. október 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Bjarkar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er 4,24 ha og nær utan um starfsemi ferðaþjónustu og tengda starfsemi, íbúðarhús auk tjaldsvæðis. Skipulagsnefnd afgreiddi tillöguna á fundi sínum 15. febrúar s.l. og áréttar við sveitarstjórn að skipulagsnefnd telji staðsetningu byggingarreits B1 við fjárhús ekki æskilega og að fallið verði frá þeim áformum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingar verði gerðar á greinargerð og uppdrætti á deiliskipulagi Bjarkar í samræmi við umsagnir frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og umræður á fundinum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og sjá um afgreiðslu deiliskipulags Bjarkar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar undanþága forsætisráðuneytis frá d lið í gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerð liggur fyrir.
Niðurstaða forsætisráðuneytisins fyrir undanþágu frá d lið í gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerð um heimila fjarlægð bygginga frá vegi liggur ekki fyrir. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Frestað
 
5.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Lögð fram fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar dags. 15. febrúar 2022. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir eitt, tvö og fjögur hafa áður verið teknir fyrir undir liðum tvö, þrjú og fjögur.
Lagt fram
 
6.  Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu – 2202015
SSNE óskar eftir einum sameiginlegum fulltrúa frá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi í
starfshópinn. SSNE leggur það í hendur sveitarfélaganna að ákveða hvort fulltrúi þess er kjörinn fulltrúi
eða starfsmaður sveitarfélags. Þess er óskað að tilnefning fulltrúa í starfshópinn berist SSNE eigi síðar en
11. mars n.k.
Fyrirséð er að verkefnið mun ná fram yfir sveitarstjórnarkosningar í vor og ef þörf krefur verður hægt að
tilnefna nýjan fulltrúa að kosningum loknum.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Héðinsson með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.
Samþykkt
 
7.  Aðalfundur Samorku 2022 – 2202021
Aðalfundur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 15. mars n.k.
Lagt fram
 
8.  Forkaupsréttur á hlutafé í Grand- Hótel Mývatn – 2202020
Grand- Hótel Mývatn ehf óskar eftir afstöðu hluthafa til forkaupsréttar í fölum hlutum félagsins, en nýverið samþykkti Byggðastofnun tilboð í hlut sinn.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að falla frá forkaupsrétti, en hefur ekki hug á að selja hlut sveitarfélagsins að svo stöddu.
Samþykkt
 
9.  Vinnuskóli – 2005002
Sem hluti af viðspyrnuaðgerðum sveitarstjórnar vegna Covid-19 var á vordögum 2020 að nýju farið af stað með vinnuskóla sem starfræktur hefur verið s.l. 2 ár. Helstu verkefni Vinnuskólans hafa verið: Sláttur, rakstur og létt viðhald á lóðum. Gróðursetning, áburðargjöf, hreinsun, málun, aðstoð við leikjanámskeið, aðstoð í stofnunum og önnur tilfallandi verkefni.
Sveitarstjórn samþykkir að kanna áhuga á störfum við vinnuskóla barna fædd 2006 til 2009.
Samþykkt
 
10.  Kálfaströnd – 2202005
Í samræmi við bókun 75. fundar sveitarstjórnar var vetrarveiðiréttur Kálfastrandar auglýstur og óskað eftir tilboðum. Fresti til að skila inn tilboðum lauk þriðjudaginn 22.02 kl 12.
Alls bárust 2 tilboð í veiðiréttinn:

Kálfaströnd 1:
Daði Lange Friðriksson: 85.000kr.
Margrét Þórdís Hallgrímsdóttir og Steinþór Þráinsson: 25.000kr.

Kálfaströnd 2:
Daði Lange Friðriksson: 75.000kr.
Margrét Þórdís Hallgrímsdóttir og Steinþór Þráinsson: 20.000kr.

Almennt telur sveitarstjórn rétt að stefnt sé að því að hámarka fjárhagslegan arð af eignum sveitarfélagsins. Það fyrirkomulag á nýtingu veiðiréttar Kálfastrandar sem hér er um að ræða er nýtt af nálinni. Til að stuðla að aukinni meðvitund um samfélagslega kosti og heilnæma útivist sem fylgir vetrarveiði í Mývatni er tilboði Daða Lange Friðrikssonar í veiðirétt Kálfastrandar 1 tekið og tilboði Margrétar Þórdísar Hallgrímsdóttur og Steinþórs Þráinssonar í veiðirétt Kálfastrandar 2 tekið. Telur sveitarstjórn að með því móti megi stuðla að þróun vetrarveiði í Mývatni og láta reyna á utanumhald með veiðiskap fleiri aðila en áður hefur verið.

Halldór Þ. Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Samþykkt
 
11.  Göngu- og hjólastígur – Útboð – 1906021
Stefnt er að útboði á næsta hluta göngu- og hjólastígs á næstu vikum. Mikið samráð hefur verið haft við landeigendur, RAMÝ og Vegagerðina vegna framkvæmdarinnar og hafa drög að útboðslýsingu verið unnin, í samstarfi við verkfræðistofuna EFLU. Guðjón Vésteinsson kom inn á fundinn og kynnti stöðu vinnu við undirbúning útboðsins.
Lagt fram
 
12.  Skútustaðahreppur: Starfsmannamál – 1706018
Í samræmi við bókun 75. fundar sveitarstjórnar er lagt fram starfslokasamkomulag í formi viðauka við ráðningarsamning Sveins Margeirssonar frá júní 2020. Sveinn mun láta af störfum sem sveitarstjóri þann 1. mars, en mun áfram starfa að ákveðnum verkefnum á vettvangi sveitarfélagsins út kjörtímabilið.

Helgi Héðinsson mun taka formlega við starfi sveitarstjóra þann 1. mars og lagður er fram ráðningarsamningur þar að lútandi. Kostnaður sveitarfélagsins tengt þessum breytingum er ekki umfram þann kostnað sem annars hefði orðið og er með þeim stuðlað að því að þau fjölmörgu verkefni sem eru á oddinum fái áfram kröftugan framgang.

Í samræmi við breytt hlutverk oddvita mun Sigurður Guðni Böðvarsson sem verið hefur varaoddviti taka við stöðu oddvita. Sveitarstjórn velur Elísabetu Sigurðardóttur sem varaoddvita.

Samþykkt
 
13.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 32. fundar skóla- og félgsmálanefndar dags. 16. febrúar 2022. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
14.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lögð fram fundargerð 906. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga dags 4. febrúar 2022. Fundargerðin er í þrjátíu og einum lið.
Lagt fram
 
15.  SSNE – Fundargerðir – 1611006
Lögð fram fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dags. 9. febrúar 2022. Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram
 
16.  Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis – 1706019
Lögð fram fundargerð 87. fundur svæðisráðs norðursvæðis dags 8. febrúar 2022. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram
 Tekið fyrir með afbriðgðum
17.  Ósk um tímabunda ábyrgð – 2202023
Lagt fram erindi frá Leiguíbúðum Þingeyjarsveitar hses. til Þingeyjarsveitar um tímabundna ábyrgð vegna fjármögnunar á tveimur almennum íbúðum sem keyptar eru í byggingu.
Sveitarstjórn samþykktir fyrir sitt leyti, með vísan til 121. gr. sveitarstjórnarlaga, að umbeðin tímabundin ábyrgð verði veitt.
Samþykkt
 Tekið fyrir með afbrigðum
18.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top