merki sameinaðs sveitarfélags

74. fundur sveitarstjórnar

74. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku,

 miðvikudaginn 26. janúar 2022, kl.  09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Ungmennaráð – Málefni ungs fólks – 2006003
Frestað
 
2.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Lögð fram fundargerð 42. fundar skipulagsnefndar dags. 18. janúar 2022. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram
 
3.  Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
Lögð fram gögn tengt tillögu að deiliskipulagi Skjólbrekku. Tillagan var auglýst frá 3. desember 2021 til og með 14. janúar 2022.
Sveitarstjórn þakkar innsendar umsagnir, sem teknar verða fyrir af hálfu skipulagsnefndar. Að lokinni umfjöllun skipulagsnefndar verður málið tekið fyrir að nýju á fundi sveitarstjórnar.
Lagt fram
 
4.  Breyting á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga – 2201014
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfða og Ytrivoga dags. 19. janúar 2022. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á snyrtiaðstöðu við aðkomusvæði Höfða, úr 40 fm í 60 fm, til þess að mögulegt sé að bæta aðgengi og gefa möguleika á gjaldtöku til þess að standa undir rekstri snyrtiaðstöðunnar.
Sveitarstjórn telur tillöguna samrýmast vel skipulagi svæðisins og vísar henni til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
Samþykkt
 
5.  Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps – 2201020
Tekin fyrir með afbrigðum húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps til samþykktar í sveitarstjórn. Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur komið því á að húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna verði stafrænar og á stöðluðu formi frá og með 2022. Send hefur verið inn uppfærð húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps.
Lagt fram
 
6.  Mannauðsstefna Skútustaðahrepps – 1612034
Endurskoðun mannauðsstefnu Skútustaðahrepps stendur yfir. Til að stuðla að enn frekara samráði um endurskoðunina verður öllum starfsmönnum send stefnan og þeim boðið að senda inn tillögur að uppfærslu hennar. Mannauðsstefnuna má finna á vef Skútustaðahrepps og eru íbúar hvattir til að senda ábendingar um uppfærslu hennar á netfangið tillaga@skutustadahreppur.is

Lagt fram
 
7.  Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
Lögð fram fundargerð 26. fundar umhverfisnefndar dags. 14. janúar 2022. Fundargerðin er í fjórum liðum.
 
8.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 31. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 19. janúar 2022. Fundargerðin er í sex liðum.
 
9.  Undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags – 2106031
Lagt fram
 
10.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Lagt fram
 
11.  SSNE – Fundargerðir – 1611006
Lögð fram fundargerð 33. fundar stjórnar SSNE dags. 12. des 2021. Fundargerðin er í átta liðum
Lagt fram
 
12.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lögð fram 905. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. dags 14. janúar 2022. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top