merki sameinaðs sveitarfélags

73. fundur sveitarstjórnar

 1. fundur sveitarstjórnar haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
  miðvikudaginn 12. janúar 2022, kl. 09:15.

Fundinn sátu:
Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði: Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

 1. Mannauðsstefna Skútustaðahrepps – 1612034
  Sveitarstjórn samþykkir að fram fari endurskoðun á Mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Slík endurskoðun er mikilvægt innlegg í vinnu við sameiningarferli Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Starfsmönnum og íbúum sveitarfélagsins verður boðið að koma með ábendingar með því að senda póst á tillaga@skutustadahreppur.is

Málið verður tekið fyrir að nýju á fundi sveitarstjórnar þann 26. janúar.

Samþykkt
 1. Skútustaðahreppur Ný heimasíða – 1611008
  Unnið hefur verið að uppfærslu á heimasíðu Skútustaðahrepps. Markmiðið með uppfærslunni er að auka rekstraröryggi síðunnar og láta reyna á annað vefumsjónarkerfi en notast hefur verið við. Stefnt er að því að reynslan af nýja vefumsjónarkerfinu verði lögð til grundvallar þegar vefsíða nýs sveitarfélags verður þróuð.
  Lagt fram
 2. Umsókn um stofnframlag – HMS – 2111014
  Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt að veita 18% stofnframlag og sérstakt
  byggðaframlag til byggingar parhúss í eigu Skútustaðahrepps. Ráðgert er að bygging hússins hefjist á vormánuðum 2022. Samtals er um að ræða um 13,5 milljóna stuðning til sveitarfélagsins og mun framkvæmdin hjálpa til við að leysa úr mikilli húsnæðisþörf í Skútustaðahreppi.
  Sveitarstjórn fagnar veitingu stofnframlags og þakkar starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samstarfið við þróun verkefnisins. Í Skútustaðahreppi er mikil eftirspurn eftir húsnæði og mun stofnframlagið styðja við íbúaþróun sem er í takti við framtíðarsýn sveitarfélagsins. Ýmis tækifæri felast m.a. í breyttri notkun á ónýttu eða lítt nýttu húsnæði innan samfélagsins og vill sveitarstjórn benda eigendum húsnæðis í sveitarfélaginu á tækifæri sem geta falist í því að bjóða vannýtt húsnæði til leigu eða kaups. Þá eru fyrir hendi lausar lóðir til úthlutunar í Klappahrauni í Reykjahlíð og er í boði verulegur afsláttur á gatnagerðargjöldum á árinu 2022. Jafnframt eru fleiri kostir í boði til uppbyggingar og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu Skútustaðahrepps varðandi frekari upplýsingar þar að lútandi.
  Samþykkt
 3. Fýsileikagreining orkukosta – 2106009
  Starfsmenn Hagvarma fylgja þessa dagana eftir úttekt sem fram fór í verkefnininu fýsileikagreining orkukosta, en Hagvarmi vann á haustdögum 2021 greiningu á möguleikum til uppsetningar varmadæla á þeim svæðum sem ekki hafa tengingu við hitaveitu. Starfsmenn Hagvarma munu hafa samband við viðkomandi íbúa á næstu dögum, kynna niðurstöður úttektarinnar fyrir viðkomandi staði og ræða næstu skref.

Jafnframt liggur fyrir greining á möguleikum til útvíkkunar hitaveitu Skútustaðahrepps, sem unnin var sumarið 2021 og var vinna Hagvarma m.a. skipulögð út frá niðurstöðum hennar. Svipuð greining á mögulegri útvíkkun hitaveitu var unnin fyrir um áratug síðan og eru niðurstöður hennar og greiningarvinnunnar árið 2021 um margan hátt sambærilegar. Þessar niðurstöður verða birtar á næstu dögum og er stefnt að frekari kynningu á næstu vikum.

Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps gerir ráð fyrir framkvæmdum sem fylgi í kjölfar fýsileikagreiningarinnar. Í því samhengi gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir að sveitarfélagið muni styðja íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu um allt að kr 900 þúsund til uppsetningar á varmadælu á heimili sínu (s.s. innkaup á dælu og fylgihlutum, safnlögn með frostlegi ásamt uppsetningu á dælu, lagningu safnlagnar og tengingu safnlagnar við dælu), þó ekki um hærri upphæð en sem nemur 35% af heildarkostnaði við uppsetningu og að sameiginlegur stuðningur sveitarfélagsins og Orkusjóðs verði ekki umfram heildarkostnað við framkvæmdina (án kostnaðar við breytingar á hitakerfi innanhúss).
Samþykkt

 1. Nefndarstarf – 2110007
  Friðrik Jakobsson óskar lausnar frá störfum í atvinnumála- og framkvæmdanefnd og sem varamaður í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn fellst á beiðni Friðriks og skipar Hallgrím Pál Leifsson, varamann í atvinnumála- og framkvæmdanefnd, í hans stað sem aðalmann.

Fiðriki eru þökkuð mikilvæg störf í þágu samfélagsins í Skútustaðahreppi. Framlag Friðriks um árabil á vettvangi sveitarstjórnarmála í Skútustaðahreppi er ómetanlegt. Sveitarstjórn óskar honum velfarnaðar og hlakkar til samstarfs á nýjum vettvangi, nú þegar við blasir tímabundinn viðskilnaður.

 1. Skýrsla sveitarstjóra – 1611024

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top