merki sameinaðs sveitarfélags

72. fundur sveitarstjórnar

72. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku, miðvikudaginn 22.desember 2021, kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025 – 2112007
Lögð fram fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025, sem samþykkt var í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar þann 9.12.2021, ásamt viðaukum við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir fyrir sitt leyti, sbr. 121. gr. sveitarstjórnarlaga, fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2022-2025 sem og viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2021.
Samþykkt
 
2.  Fundadagskrá 2022 – 2112010
Lögð fram tillaga að fundadagskrá 2022
Samþykkt
 
3.  Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir – 1612009
Lögð fram fundargerð 12. fundar dags. 6. des 2021. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram
 
4.  Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Lögð fram fundargerð 31. fundar dags. 7. desember 2021. Fundurinn er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
5.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lögð fram fundargerð 904. fundar Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 10. desember 2021. Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram
 
6.  SSNE – Fundargerðir – 1611006
Lögð fram fundargerð 32. fundar Stjórnar samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, dags 8 desember 2021. Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram
 
7.  Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra- Fundargerðir – 2011026
Lögð fram fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags. 24. nóvember 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
8.  Baldursheimur 2 – stofnun lóðar – 2111016
Tekið fyrir undir afbrigðum. Tekin fyrir umsókn frá Ásgeiri Baldurssyni dags. 8. nóvember 2021 um stofnun lóðarinnar Baldursheimur 2B. Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þriðjudaginn 14. desember þar sem lagt var til að sveitarstjórn samþyki lóðastofnunina og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um stofnun lóðarinnar og að byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt
 
9.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Tekið fyrir undir afbrigðum. Fundargerð 41. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður eitt hefur áður verið tekinn fyrir undir lið átta.
Lagt fram
 
10.  Ungmennaráð – Fundargerðir – 2001044
Tekið fyrir undir afbrigðum. Lögð fram fundargerð 2. fundar ungmennaráðs dags. 22. des 2021. Fundargerðin er í sex liðum.
Sveitarstjórn þakkar ungmennaráði fyrir kraftmiklar tillögur og greinargóða fundargerð. Óskað verður eftir því að fulltrúar úr ungmennaráði mæti til fundar með sveitarstjórn og hamingjunefnd snemma á nýju ári.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top