merki sameinaðs sveitarfélags

69. fundur sveitarstjórnar

69. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku, miðvikudaginn 10. nóvember 2021, kl. 09:15

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun 2022-2025 – 2108028
Farið yfir fyrstu tillögur að fjárhagsáætlun á þeim fundi. Einnig tillögu að gjaldskrá. Farið yfir fyrstu drög að fjárfestingaáætlun.
Lagt fram
 
2.  Viðaukar við fjárhagsáætlun – 1811035
Frestað
 
3.  Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu – 2110005
Tekin fyrir drög að umsögn Skútustaðahrepps um drög að reglugerð að sjálfbærri landnýtingu.
Oddvita og sveitarstjóra falið að klára umsögnina á grunni umræðu fundarins og senda inn í samráðsgátt stjórnvalda.
Samþykkt
 
4.  Uppbygging hringrásarhagkerfis – 2107012
Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppbyggingu hringrásarhagkerfis.
Lagt fram
 
5.  SSNE – samráð vegna sóknaráætlunar – 2009020
SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega.
Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Helstu málaflokkar sóknaráætlunar eru atvinnuþróun og nýsköpun, menningar- og umhverfismál. Fjármagn, sem varið er til verkefna í þessum málaflokkum, tekur mið af áherslum sóknaráætlunar hverju sinni. Frekari upplýsingar um sóknaráætlun má finna á ssne.is.
Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og er hvatt þess til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.
Sveitarstjórn tilnefnir Helga Héðinsson og Elísabetu Sigurðardóttur. Auk þess verður haft samband við fulltrúa í Ungmennaráði og þeim boðið að vera tilnefnd.
Samþykkt
 
6.  HSÞ – Samningur um rekstrarstuðning 2022 – 2110025
Tekin fyrir ósk frá HSÞ um sambærilegan stuðning á árinu 2022 og verið hefur síðustu ár.
Samþykkt
 
7.  Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra- Fundargerðir – 2011026
Lögð fram fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra ásamt fjárhagsáætlun dags. 6 okt 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
8.  Flugklasinn Áfangaskýrsla – 1710023
Skýrsla Flugklasans Air 66N 9.apríl- 26 okt 2021
Lagt fram
 
9.  Menningarmiðstöð Þingeyinga – Fundargerðir – 1910018
Farið yfir fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27.okt 2021.
Lagt fram
 
10.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lagt fram
 
11.  Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Dagbjört Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum lið.
Tvær umsóknir bárust um menningarstyrkja:
Umsókn 1: Margrét Hildur Egilsdóttir: Sótt um 300.000,- kr.
Umsókn 2: Laufey Sigurðardóttir f.h. Músík í Mývatnssveit: Sótt um 300.000,- kr.

Velferðar- og menningarmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að:
Umsókn nr. 1 verði styrkt um 300.000 kr.
Umsókn nr. 2 verði styrkt um 300.000 kr.
Einnig leggur nefndin til að leiga á Skjólbrekku verði gjaldfrjáls fyrir þessa viðburði.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu velferðar- og menningarmálanefndar um úthlutun menningarstyrkja.

Lagt fram
 
12.  Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
Dagbjört Bjarnadóttir tók sæti að nýju undir þessum lið. Lögð fram fundargerð 25. fundar umhverfisnefndar dags. 1 nóvember 2021. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram
 
13.  Umhverfisstofnun Samráðsfundur – 1711011
Umræða um samstarf Umhverfisstofnunar og Skútustaðahrepps. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri, mættu til fundarins.
Sveitarstjórn þakkar Sigrúnu og Ingu fyrir góða umræðu. Stefnt er að sameiginlegu minnisblaði sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar um samstarf á svæðinu til framtíðar. Stefnt er að öðrum fundi fyrir lok árs.
Samþykkt
 
14.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top