merki sameinaðs sveitarfélags

68. fundur sveitarstjórnar

68. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 27. október 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir, Friðrik K. Jakobsson og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða – 2106017
Á fundi sveitarstjórnar þann 20. apríl 2021 var samþykkt að stofna lóðina Krókhöfða úr landi Haganess og á fundi skipulagsnefndar þann 15. júní 2021 var samþykkt að grenndarkynna áform um byggingu 56 fm húss á lóð Krókhöfða. Þann 14. september 2021 var umsókn um byggingarleyfi á Krókhöfða tekin fyrir að nýju og samþykkt að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hefðu borist að undangengnu leyfi Umhverfisstofnunar sem er leyfisveitandi skv. 2. mgr. 3. gr. laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Þann 30. september 2021 veitti Umhverfisstofnun lóðarhafa heimild til byggingar á lóð Krókhöfða gegn ákveðnum skilyrðum sem getið er um í leyfisveitingu.
Sveitarstjórn staðfestir útgáfu byggingaleyfis fyrir íbúðarhúsnæði á Krókhöfða.
Samþykkt
 
2.  Endurskoðun aðalskipulags – 1806007
Lagt fram minnisblað frá Árna Geirssyni, skipulagsráðgjafa, um helstu viðfangsefni sem eru til skoðunar við gerð vinnslutillögu vinnslutillögu aðalskipulags.
Lagt fram
 
3.  Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Skjólbrekku og breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023. Kynning á drögum að tillögu deiliskipulags við Skjólbrekku og breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 fór fram í Skjólbrekku þriðjudaginn 14. september. Breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillögu í samræmi við umsagnir íbúa og hagsmunaaðila sem bárust í kjölfarið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi Skjólbrekku og breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 41. gr. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi Skjólbrekku og breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 í samræmi við lög og reglugerðir. Halldór Sigurðsson greiddi atkvæði á móti vegna breyttrar ásýndar á gamla prestshúsið.
Samþykkt
 
4.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í tveim liðum. Liður 1 hefur áður verið lagður fram undir 3.lið.
Lagt fram
 
5.  Viðaukar við fjárhagsáætlun – 1811035
Lagðar fram tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2021.
Samþykktir viðaukar 11-14:
Viðauki 11: Upphæð kr 11.000.000. Kaup á eignarhluta Sparisjóðs Suður Þingeyinga í félagsheimilinu Skjólbrekku

Viðauki 12: Upphæð kr: 4.500.000. Viðhaldsframkvæmdir og kaup á búnaði í Reykjahlíðarskóla

Viðauki 13: Upphæð kr. 4.500.000. Kaup á tveimur bifreiðum vegna skipulagsfulltrúa, sveitarstjóra, verkefnastjóra framkvæmda og annarra starfsmanna skrifstofu. Samhliða er bílaleigubíl skilað og eldri bíll seldur.

Viðauki 14: Upphæð kr. 9.900.000. Viðhald og kaup á tækjabúnaði þjónustustöðvar til snjómoksturs, viðhaldsframkvæmda, umhverfismála o.fl.

Samþykkt
 
6.  Fjárhagsáætlun 2022-2025 – 2108028
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.
Lagt fram
 
7.  Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi – 2110017
Skýrsla um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem unnin var á árunum 2018 og 2019 fyrir Eyþing/SSNE og SSNV. Skýrslan var kynnt á fundi í byrjun apríl 2020.
Frestað
 
8.  Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Lögð fram fundargerð 29. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 12. október 2021. Fundargerðin er í sex liðum.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði varðandi samræðuvettvang innan sveitarfélagsins, sem fellur vel að þróun innan sveitarfélagsins, t.d. á vettvangi Íþróttamiðstöðvar og Heilsueflandi samfélags.
Lagt fram
 
9.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 29. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 20. október 2021. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram
 
10.  SSNE – Fundargerðir – 1611006
Lögð fram fundargerð stjórnar SSNE dags. 13. október 2021. Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram
 
11.  Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir – 1809012
Lögð fram fundargerð 20. fundar atvinnumála- og framkvæmdanefndar dags. 21.október 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
12.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top