merki sameinaðs sveitarfélags

67. fundur sveitarstjórnar

67. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku, miðvikudaginn 13. október 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fjárhagsáætlun 2022-2025 – 2108028
Sveitarstjóri lagði fram vinnu- og tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára rammaáætlun 2023-2025. Áætlunin byggir á því að fyrri umræða fari fram í sveitarstjórn 24.11.2021 og síðari umræða 14.12.2021.
Lagt fram
 
2.  Skútustaðahreppur – Rekstrarupplýsingar – 2105033
Lagðar fram upplýsingar um rekstur Skútustaðahrepps á fyrstu 9 mánuðum 2021.
Lagt fram
 
3.  Viðaukar við fjárhagsáætlun – 1811035
Fjárhagsaðstoð. Viðauki 1: 1.500 þús. Fjárhagsaðstoð hefur aukist vegna Covid-19 og reynist því nauðsynlegt að auka fjármögnun hennar.

Félagsleg heimaþjónusta. Viðauki 2: 2.000 þús. Kostnaður við félagslega heimaþjónustu hefur reynst hærri en áætlun gerði ráð fyrir og er því nauðsynlegt að auka fjármögnun hennar.

Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára barna. Viðauki 3: 496 þús. Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára barna var vanáætlaður í fjárhagsáætlun. Útreiknaður heildarkostnaður verður 1.216.020.-

Dvalarheimili aldraðra Húsavík: Viðauki 4: 700 þús. Kostnaður hefur reynst hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Hann er í dag um 2,6 milljónir sem er sá kostnaður sem ráð var fyrir gert allt árið.

Málefni fatlaðra: Viðauki 5: 2500 þús. Framlag v/málefni fatlaðra. Vanáætlun. Kostnaðurinn stefnir í 5.500.000 í árslok.

Skíðasvæði: Viðauki 6: 650 þús. Viðgerð á snjótroðara reyndist dýrari en ráð var fyrir gert.

Fýsileikagreining orkukosta: Viðauki 7: 2.000 þús. Fjármögnun á vinnu Hagvarma ehf á fýsileikagreiningu orkukosta. Jafnframt er nýtt fjármögnun vegna viðspyrnuaðgerða ríkisstjórnar í verkefnið.

Viðgerðir á hreppsskrifstofu: Viðauki 8: 3.000 þús. Viðhaldsframkvæmdir á hreppsskrifstofu, Hlíðavegi 6.

Framkvæmdir við hreppsskrifstofu. Viðauki 9: 3500 þús. Lagfæringar á hitalögn undir hellulögn og nýjar hellur lagðar við inngang.

Framkvæmdir Skjólbrekku. Viðauki 10: 15.000 þús. Endurbætur á húsnæði og búnaði í Skjólbrekku. Kaup á leiktækjum við Skjólbrekku. Uppsetning á svartvatnsinnviðum ef tími vinnst til.

Viðaukar 1-10 eru fjármagnaðir með langtímaláni.
Samþykkt
 
4.  SSNE – Líforkuver – 2109033
Með erindi 15. september sl. óskaði framkvæmdastjóri SSNE eftir framlagi frá Skútustaðahreppi til stofnunar einkahlutafélags um líforkuver. Eftir fyrirspurnir sveitarstjóra Skútustaðahrepps vegna málsins var boðað til fundar með sveitarstjórum austan Vaðlaheiðar 4. október, en sambærilegur fundur sveitarstjóra í Eyjafirði fór fram 24.9.

Í erindinu óskar SSNE eftir því að sveitarfélög á starfssvæði samtakanna leggi óstofnuðu hlutafélagi til 12 millj. kr. í hlutafé, sem verði nýtt til hagkvæmnimats vegna líforkuvers. Samkvæmt framlögðu erindi þá er hlutur Skútustaðahrepps kr. 185.000,- sem miðast við hlutfall af heildarfjárhæð m.v. íbúatölu sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna.


Sveitarstjórn samþykkir að leggja kr. 185.000,- til verkefnisins en telur eðlilegra að um beinan styrk til verkefnisins verði að ræða fremur en framlag til óstofnaðs einkahlutafélags, enda verði skýrslan sem hagkvæmnimatið skilar í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á starfssvæði SSNE.

Sveitarstjórn skorar jafnframt á stjórn SSNE að endurvekja og ljúka vinnu við greiningu og stefnumörkun í úrgangsmálum sem hafin var í samstarfi við SSNV, en er ekki lokið eftir því sem næst verður komist. Í tengslum við hagkvæmnisathugun á líforkuveri ætti því einnig að horfa til meðhöndlunar á öðrum úrgangi, þannig að heildstæð stefna verði mörkuð í úrgangsmálum á Norðurlandi öllu.
Mikilvægt er að sú stefna henti dreifðum byggðum ekki síður en þéttbýliskjörnum.
Samþykkt
 
5.  Fjárfestingafélag Þingeyinga hf – 2110004
Tekið fyrir erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf um mögulega framtíð þess.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tekur jákvætt í erindið.
Samþykkt
 
6.  Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu – 2110005
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um leiðbeiningar og viðmið um sjálfbæra landnýtingu. um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt á Alþingi árið 2018 og er markmið laganna að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Í 11. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skuli setja reglugerð með það að markmiði að tryggja sjálfbæra landnýtingu, með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taki mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.

sjá: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3053
Sveitarstjóra falið að óska eftir fresti til að skila inn umsögn. Sveitarstjórn óskar eftir umsögn Landbúnaðar- og girðinganefndar sem og Umhverfisnefnd sveitarfélagsins, en mun taka erindið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.
Samþykkt
 
7.  Markaðsstofa Norðurlands Áfangastaðaáætlun DMP – 1807011
Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem unnin var af Markaðsstofu Norðurlands fyrir Ferðamálastofu lögð fram. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg viljayfirlýsing hvernig stýra skuli áfangastað fyrir ákveðið tímabil.
Lagt fram
 
8.  Brunavarnarnefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerðir – 1705024
Lögð fram fundargerð 33. fundar brunavarnanefndar dags. 6. sept fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram
 
9.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lögð fram fundargerð 901 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. sept 2021. Fundargerðin er í 26. liðum.
Lagt fram
 
10.  Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
Lögð fram fundargerð 24. fundar umhverfisnefndar dags. 4 okt 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð umhverfisnefndar.
Samþykkt
 
11.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi undir þessum lið. Sigurður Böðvarsson tók við stjórn fundarins.

1. liður – Framkvæmdaleyfi til efnistöku í Röndum – 2104014

Tekin fyrir að nýju erindi dags. 15. apríl 2021 um heimild til efnistöku í Röndum, syðst í Jörundargrjótum. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl 2021 þar sem Skipulagsfulltrúa var falið að óska eftir upplýsingum frá leyfisbeiðanda varðandi eftirfarandi:
1. Hvort leyfisbeiðandi telji samþykki meirihluta eigenda nægja til þess að eiga rétt á sækja um framkvæmdaleyfi, gagnvart sameigendum sínum.
2. Hvort væntanleg nýting hafi verið kynnt fyrir öllum sameigendum og þeim gefinn kostur á að koma að ákvörðuninni.
3. Hvort fyrir liggi skriflegt samþykki meirihluta sameigenda fyrir væntanlegri nýtingu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Röndum, í samræmi við lög og reglugerðir, þegar fyrir liggur að landeigendur hafi verið upplýstir um þau áform sem um ræðir.
Samþykkt
 
12.  Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir – 1712011
Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir tóku aftur sæti á fundinum. Helgi Héðinsson tók við stjórn fundarins.
Lögð fram fundargerð Markaðsstofu Norðurlands dags. 28. sept 2021. Fundargerðin er í fimm liðum.
 
13.  NÍN – Náttúruvernd í norðri (C9) – 2008031
Hildur Þórhallsdóttir kom inn á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins Náttúruvernd í norðri, sem unnið hefur verið á vettvangi NÍN.
Lagt fram
 
14.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top