merki sameinaðs sveitarfélags

66. fundur sveitarstjórnar

66. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 22. september 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson. Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fýsileikagreining orkukosta – 2106009
Starfsmenn fyrirtækisins Hagvarma kynntu mögulegar lausnir varðandi varmadælur fyrir íbúa sveitarfélagsins, sem ekki hafa aðgang að hitaveitu. Hagvarmi býður upp á ráðgjöf til sveitarfélaga og notenda varmadæla, sem m.a. felur í sér stuðning við uppsetningu varmadæla, eftirfylgni með rekstri þeirra og stuðning við notendur fyrsta ár notkunar.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Hagvarma ehf um ráðgjöf, með það að markmiði að þeir kostir sem eru í boði verði kynntir íbúum á köldum svæðum sem allra fyrst.
Samþykkt
 
2.  Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg – 1905010
Tekið fyrir erindi frá Guðjóni Vésteinssyni f.h. Skútustaðahrepps dags. 10. september 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg frá afleggjara við Dimmuborgir að núverandi bílastæði við Höfða. Einnig er sótt um leyfi fyrir lagningu göngu- og hjólastígs frá Garði að Skútastöðum að undanskilinni brú yfir Grænalæk.
Meðfylgjandi eru lang- og þversnið af fyrirhuguðum stíg.
Stígurinn mun liggja meðfram vegi nr. 848 að mestu. Fyrirhugaður stígur verður að mestu lagður í núverandi lagnaleið og vegaxlir og röskuð svæði nýtt eftir fremstu getu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Dimmuborgum að Höfða og frá Garði að Skútustöðum verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn þegar leyfi Umhverfisstofnunnar og Vegagerðarinnar liggur fyrir. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. – 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnisstjóra framkvæmda að vinna málið áfram.
Samþykkt
 
3.  Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna – 2106010
Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ og mögulegan stuðning til sveitarfélaga í því augnamiði.
Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir stuðningi varðandi innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ, með áherslu á markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum. Innleiðing markmiðsins fellur vel að stefnumörkun sveitarfélagsins og þeim tækifærum sem nýtt sveitarfélag hefur til að taka forystuhlutverk í aðgerðum Íslands í loftslagsmálum. Þar skiptir ekki hvað síst máli að saman fari virk þátttaka íbúa og að möguleikar varðandi bindingu kolefnis í landi, t.d. með landgræðslu.
Frestað
 
4.  Bernarsamningurinn- Emerald network – 2109021
Bernarsamningurinn um vernd villtra plantna, dýra og lífsvæða þeirra í Evrópu tók gildi 1982. Samningurinn er fyrsti alþjóðasáttmálinn sem fjallar í senn um verndun tegunda og búsvæða þeirra. Meginmarkmið samningsins er að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og vistgerða sem þarfnast verndar.

Ísland gerðist aðili að samningnum 1993. Eins og meðal annarra aðildarríkja samningsins er samningurinn grunnur að náttúruverndarlöggjöf Íslands. Til að fylgja eftir markmiðum sínum um þá vernd sem samningurinn tiltekur geta ríki gert tillögu að svæðum í svokallað Emerald Network. Markmiðið með Emerald Network er að mynda net verndarsvæða í Evrópu þar sem unnið er að vernd valinna villtra plantna, dýra og lífsvæða. Ríki geta lagt inn tillögur að fjölda svæða í einu eða ákveðið að gera það í skrefum og gera tillögu að nokkrum svæðum í einu.

Þegar svæði verða hluti af Emerald Network eru gerðar kröfur um lagalega vernd og umsjón svæðanna, sem og vöktun og áætlanir um hvernig vernd og stjórnun verði háttað.

Ákveðið hefur verið að taka fyrsta skrefið í að tilnefna svæði á Íslandi í Emerald Network.

Svæðin sem um ræðir njóta nú þegar verndar samkvæmt íslenskum lögum og uppfylla þau því kröfur um lagalega vernd og umsjón.

Svæðin eru:

? Guðlaugstungur
? Vatnajökulsþjóðgarður
? Verndarsvæði Mývatns og Laxár
? Vestmannsvatn
? Þjórsárver
Lagt fram
 
5.  Aðalfundur Fjárfestingafélags Þingeyinga – 2109020
Boðað til aðalfundar Fjárfestingafélags Þingeyinga dags. 23.9. Huga þarf að samsetningu nýrrar stjórnar 3 aðalmenn 2 til vara.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Sveini Margeirssyni umboð til að sækja fundinn fyrir hönd Skútustaðahrepps.
Samþykkt
 
6.  Geiteyjarströnd 2 – umsókn um landskipti – 2109011
Tekið fyrir erindi dags. 7. september 2021 frá Guðrúnu S. Þorsteinsdóttur, Karli S. Þorsteinssyni og Helga A. Þorsteinssyni þar sem sótt er um landskipti nýrrar landspildu, Geiteyjarströnd 2a út úr jörðinni Geiteyjarströnd 2 L153557.
Meðfylgjandi gögn eru hnitsett mæliblað og F550 eyðublað Þjóðskrár.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn samþykkir landskiptin, með skilyrði um lagfæringu á meðfylgjandi gögnum/uppdrætti, í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt
 
7.  Stofnun lóða við Baldursheim og nafnabreyting – 2108038
Tekið fyrir erindi dags. 16. ágúst 2021 frá Böðvari Péturssyni f.h. Baldursheims 1 um landskipti og stofnun fjögurra lóða undir núverandi hús í Baldursheimi og nafnabreytingu á einni lóð sem þegar er skilgreind.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin og nafnabreytingin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
8.  Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
Tekin fyrir til umfjöllunar drög að tillögu deiliskipulags Skjólbrekku frá Teiknistofu Norðurlands dags. 31. ágúst 2021. Drög að tillögu að deiliskipulagi Skjólbrekku voru kynnt á opnum íbúafundi í Skjólbrekku þriðjudaginn 14. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram
 
9.  Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Lögð fram fundargerð 28. fundar velferðar- og menningarmálanefndar
dags. 7. sept 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
10.  Öldungaráð- fundargerðir – 2109024
Lögð fram fundargerð 2. fundar öldungaráðs Norðurþings dags. 24. júní. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram
 
11.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Fundargerð 38. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 5 liðum. Liðir 2, 3, og 4 hafa áður verið lagðir fram undir liðum 6-8.
Lagt fram
 
12.  Atvinnumála- og framkvæmdanefnd: Fundargerðir – 1809012
Lögð fram fundargerð 19. fundar Atvinnumála- og framkvæmdanefndar
 
13.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 28. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 15. sept 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
14.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top