merki sameinaðs sveitarfélags

64. fundur sveitarstjórnar

64. fundur sveitarstjórnar haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 25. ágúst 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Friðrik Jakobsson og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands – 2107005
Í lok árs 2020 var birt ný áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára. Nánari upplýsingar um þau verkefni og áfangastaðaáætlunina er hægt að skoða hér https://www.northiceland.is/is/mn/verkefni/afangastadaaaetlun

Nú gefst tækifæri á að uppfæra viðkomandi lista en næsta úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður í haust og tekur sú úthlutun m.a. mið af því hvaða verkefni eru í áfangastaðaáætlun.

Af hálfu Skútustaðahrepps er lagt til að eftirfarandi nýjum áfangastöðum verði forgangsraðað í áfangastaðaáætlun:
1. Göngu- og hjólastígur umhverfis Mývatn verði kláraður á næstu 3-5 árum
2. Hofsstaðir: Uppbygging menningarmiðstöðvar
3. Engidalsvegur: Tenging milli Goðafoss, Aldeyjarfoss og Mývatnssveitar

Auk ofangreindra áfangastaða er mikilvægt að uppbyggingu áfangastaða sem var forgangsraðað í áfangastaðaáætlun 2018 verði fram haldið, þ.e. innviðauppbyggingu við Þeistareyki.
Samþykkt
 
2.  Skútustaðahreppur – Rekstrarupplýsingar – 2105033
Lagðar fram upplýsingar um rekstur Skútustaðahrepps fyrstu sex mánuði ársins.

Reksturinn er í meginatriðum í samræmi við fjárhagsáætlun, sem gerir ráð fyrir um 36 milljóna halla. Innheimt útsvar nemur 119,8 milljónum fyrstu sex mánuði ársins 2021. Til samanburðar nam innheimt útsvar fyrstu sex mánuði ársins 2020 samtals 122,6 milljónum.
Lagt fram
 
3.  Samstarfshópur vegna endurskoðunar friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells) – 2105034
Samstarfshópur skipaður fulltrúum landeigenda Voga, Umhverfisstofnunar,
Skútustaðahrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytis hefur unnið tillögu að
endurskoðun friðlýsingar náttúruvættisins Hverfjalls í samræmi við VII kafla laga nr.
60/2013 um náttúruvernd og 12. gr. auglýsingar um náttúruvættið Hverfjall (Hverfell) í
Skútustaðahreppi nr. 1261/2011 í Stjórnartíðindum. Tillagan er nú lögð fram til
kynningar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls.
Samþykkt
 
4.  Skútustaðahreppur Húsnæðisáætlun – 1709004
Á liðnum vikum hefur sveitarstjóri, ásamt starfsmönnum, farið yfir húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps. Jafnframt hefur verið unnin óformleg greining á stöðu húsnæðis Skútustaðahrepps, m.t.t. tekna af því og nauðsynlegs viðhalds.
Lagt fram
 
5.  Hofsstaðir – Menningarsetur – 2108029
Tekið fyrir erindi Minjastofnunar varðandi uppbyggingu Menningarseturs að Hofsstöðum.
Sveitarstjórn þakkar erindið og lýsir ánægju með áform Minjastofnunar varðandi uppbyggingu Menningarseturs. Mikilvægt er að tekjur sem koma af sölu veiðileyfa og annarra hlunninda sem jörðinni fylgja, verði nýttar til uppbyggingar á Hofsstöðum. Lagt til að forstjóra Minjastofnunar og fulltrúa Ríkiseigna verði boðið til fundar með fulltrúum sveitarstjórnar á næstu vikum til að ræða áformin betur.
Lagt fram
 
6.  Gjaldskrá vatnsveitu – 2107010
Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að endurskoðun á gjaldskrá vatnsveitu Skútustaðahrepps. Með bréfum dags. 13.nóvember 2019 og 7.maí 2021 fór samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið fram á að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga væru yfirfarnar. Vegna nauðsynlegrar samhæfingar við Þingeyjarsveit hefur vinna við endurskoðun gjaldskrár tafist, en stefnt er að því að ljúka endurskoðun hennar í samhengi við gerð fjárhagsáætlunar.
Lagt fram
 
7.  Styrkur til vegagerðar að gangamannakofum í afréttum Mývetninga – 2107011
Vegagerðin hefur veitt Skútustaðahrepp styrk að upphæð ein milljón krónur til endurbóta á veginum að gangnamannakofa í Stóru-Flesju. Unnið verður að endurbótum með bændum sem nýta afréttinn.
Lagt fram
 
8.  Uppbygging hringrásarhagkerfis – 2107012
Í samræmi við stefnumörkun sveitarfélagsins, s.s. umhverfisstefnu og stefnumörkun sem unnin hefur verið á vettvangi Nýsköpunar í norðri (NÍN) hefur verið unnið að uppbyggingu hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar á síðustu misserum. Dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru t.d. uppbygging svartvatnstanks á Hólasandi, tilraunaverkefni um lífrænar auðlindir og skipulagsbreytingar í mötuneyti sveitarfélagsins sem miða að auknum hráefniskaupum úr héraði og miðlun upplýsinga um uppruna hráefna. Umhverfis- og auðlindaráðið tilkynnti sveitarfélaginu 8. júlí sl. um 5 milljóna styrk til uppbyggingar hringrásarhagkerfis. Verkefnið nefnist „AUÐGANGUR – Hugarfar skapar hagkerfi“.
Sveitarstjórn fagnar þeim skrefum sem stigin hafa verið í átt til enn frekari uppbyggingar hringrásarhagkerfis í Mývatnssveit. Byggð í Mývatnssveit grundvallast á sjálfbærri nýtingu auðlinda svæðisins og er uppbygging hringrásarhagkerfis mikilvægur liður í sjálfbærri nýtingu auðlinda til framtíðar.
Lagt fram
 
9.  Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra – Breyting á samþykkt 463-2002 um umgengni og þrifnað utan hús – 2107013
Gerð hefur verið breyting á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 463/2002; þess efnis að geymslutími skv. 6. gr. verði styttur úr 45 dögum í 30 daga. Óskað er eftir formlegu svari allra sveitarstjórna á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra á því hvort sveitarstjórn sé samþykk umræddri breytingartillögu. Eftir breytingu er orðalag samþykktarinnar eftirfarandi:

Samþykkt um breytingu á samþykkt nr. 463/2002
um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.

1. gr.

6. gr. samþykktarinnar orðist svo:
Heilbrigðisnefnd er heimilt að fjarlægja skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja, tæki, kerrur, vinnuvélar, báta og aðra lausamuni og drasl á kostnað og ábyrgð eiganda að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða eða ábyrgðarbréfi þar sem eiganda/ábyrgðarmanni skal almennt veittur 7 daga frestur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða bregðast við tilmælum. Telji heilbrigðisfulltrúi svo alvarlega hættu stafa af geymslu hlutar eða tækis að aðgerð þoli enga bið er heimilt að fjarlægja slíka hluti eða tæki án viðvörunar. Bílflökum og öðrum verðlausum hlutum er heimilt að farga strax að loknum fresti sem veittur er samkvæmt 1. málsl., enda hafi þá engin andmæli borist. Skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja og aðrir hlutir og verðmæti sem eru fjarlægð að loknum fresti skulu geymd í vörslu viðkomandi sveitarfélags í 30 daga og síðan fargað hafi eigandi ekki vitjað eigna sinna og leyst út gegn greiðslu áfallins kostnaðar (svo sem dráttar- og geymslugjöld). Heilbrigðisnefnd skal reyna til þrautar að kanna eignarhald og koma tilkynningu með sannarlegum hætti til eiganda. Liggi fyrir skráningarmerki, vélarnúmer eða annað sambærilegt skal eiganda tilkynnt um förgunina með tryggilegum hætti með a.m.k. 15 daga fyrirvara. Þá skal viðkomandi sýslumanni og eftir atvikum bifreiðaskrá og veðhöfum (sé um þá kunnugt) gert viðvart um förgunina með 15 daga fyrirvara. Áfallinn kostnað vegna töku og geymslu skráningarskyldra ökutækja án skráningarmerkja og annarra hluta er heimilt að innheimta hjá eigendum samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heimilt er að selja nýtilega hluti úr bifreiðum og annað nýtilegt sem er tekið í vörslu og ekki leyst út samkvæmt framansögðu til að mæta kostnaði vegna töku og geymslu.

2. gr.
Samþykkt þessi, sem er samin af Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra og samþykkt af sveitarstjórnum á svæðinu, er sett samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 8. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sbr. ákvæði 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, og öðlast þegar gildi.
Sveitarstjórn samþykkir umrædda breytingartillögu.
Samþykkt
 
10.  Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 2021-2025 – 2108002
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningu í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 2021-2025.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Svein Margeirsson, sveitarstjóra og Ölmu Benediktsdóttur, verkefnastjóra, í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum 2021-2025.
Samþykkt
 
11.  Mývatnsstofa – Vetrarhátíð í Mývatnssveit – Þjónustusamningur – 1912002
Tekin fyrir tillaga um endurnýjun á þjónustusamning um markaðssetningu vegna Vetrarhátíðar við Mývatnsstofu.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Mývatnsstofu á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga, sem gera ráð fyrir 960 þús kostnaði við markaðsstarf Mývatnsstofu vegna Vetrarhátíðar.
 
12.  íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps – 2101029
Í samræmi við fjárhagsáætlun 2021 hefur verið unnið að þróun Íþróttamiðstöðvar Skútustaðahrepps. Settur hefur verið upp klifurveggur og verður heitur pottur tengdur á næstu vikum. Félagsmiðstöð unglinga verður starfrækt innan Íþróttamiðstöðvar næsta vetur, svo sem var á liðnum vetri. Stefnt er að auknu samstarfi við ungmennafélagið Mývetning varðandi uppbyggingu og skipulag Íþróttamiðstöðvarinnar. Til að halda utan um þróun svæðisins er lagt til að sett verði á fót verkefni sem taki til tímans frá 1.september 2021-31.desember 2022. Ráðinn verði verkefnisstjóri, sem starfi við hlið forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.
Samþykkt
 
13.  Opnunartími hreppsskrifstofu – 2108014
Lögð fram tillaga að breyttum opnunartími á skrifstofu Skútustaðahrepps frá 1. september 2021
Lagt er til að opnunartími verði sem hér segir:
Mánudaga- miðvikudaga frá 09:00- 12:00 og 13:00- 15:00
Fimmtudaga frá 09:00-12:00 og 13:00- 17:00
Föstudaga: Lokað

Með lengingu opnunartíma á fimmtudögum er stefnt að bættri þjónustu við íbúa. Lagt verði mat á þjónustuna á vordögum 2022 og reynslan af breyttum opnunartíma nýtt í sameiningarvinnu með Þingeyjarsveit.
  
Samþykkt
 
14.  Fýsileikagreining orkukosta – 2106009
Síðustu mánuði hefur verið unnin ítarleg greining á fýsileika þess að víkka út hitaveitu Skútustaðahrepps. Jafnframt hafa aðrir kostir verið kannaðir til að jafna orkukostnað íbúa sveitarfélagsins. Kynnt skýrsla Alfreðs Steinmars Hjaltasonar vegna fýsileikagreiningarinnar.
Sveitarstjórn fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í fýsileikagreiningu orkukosta og óskar eftir því að Alfreð Hjaltason mæti til næsta fundar sveitarstjórnar til að kynna einstök efnisatriði skýrslunnar.
Lagt fram
 
15.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
 
16.  Stöðuleyfi geymsluskúrs við Öskju – 2108022
Tekið fyrir erindi dags. 13. ágúst 2021 frá Gunnlaugi Róbertssyni f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs um stöðuleyfi 9 fm geymsluskúrs við Öskju.
Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 17. ágúst þar sem nefndin lagði til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vatnajökulsþjóðgarðs um stöðuleyfi geymsluskúrs við Öskju eftir að samráð hafi verið haft við aðra sem starfsemi hafa á svæðinu og þegar að nákvæm staðsetning liggi fyrir. Þá verði Byggingafulltrúa falið að gefa út leyfið í samræmi við gr. 2.6 um stöðuleyfi í byggingareglugerð.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
17.  Breytingu á deiliskipulagi þróunarsvæðis við Sanda í Vogum – 2107004
Tekin fyrir beiðni frá Jóhanni F. Kristjánssyni f.h. landeigenda Bjarkar dags. 7. júlí 2021 um heimild til breytinga á deiliskipulagi óskipts eignarlands Voga. Til stendur að skipuleggja þróunarsvæðið Sanda til uppbyggingar á ferðatengdri þjónustu, landbúnaði, ræktun, smáiðnaði og útivist.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 17. ágúst 2021 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að Jóhanni F. Kristjánssyni verði heimilað að vinna að breytingu á deiliskipulagi óskipts eignarlands Voga skv. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
18.  Umhverfisstofnun – Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall – 2107014
Tekin fyrir umsókn frá Örnu Hjörleifsdóttur f.h. Umhverfisstofnunar dags. 20. júlí 2021 um heimild til að grafa lagnaskurð frá nýjum vatnstökustað við Hverfjall að áningarstað við Hverfjall. Skurðurinn verður grafinn í vestari vegakant frá vatnstökustað að áningarstað og verður um 1 km að lengd. Skurðurinn verður um 1m að dýpt og allt að 1,5m að breidd. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir gróflega fyrirhugaða legu skurðarins. Ákvörðun um staðsetningu nýrrar borholu og lagnaskurðar er tekin í samvinnu við landeigendur.
Framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum II. viðauki, liður 10.21.
Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 17. ágúst og lagt til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tilskilin gögn hafa borist.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
19.  Breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar – Skútahraun – 2106025
Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Skútahrauns 2 – 4. Erindið var áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 23. júní 2021 þar sem sveitarstjórn samþykkti að grenndarkynna tillögunar skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga. Tillagan var kynnt íbúum með bréfi þann 29. júní 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum við áformin gefinn til og með 27. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 17. ágúst s.l. þar sem lagt var til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Skútahrauns 2 – 4 verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
20.  Helluhraun 18 – stækkun á lóð – 2103042
Tekin fyrir tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Helluhrauns 18. Erindið var áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 23. júní 2021 þar sem sveitarstjórn samþykkti að grenndarkynna tillögunar skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga. Tillagan var kynnt íbúum með bréfi þann 29. júní 2021 og frestur til að skila inn athugasemdum við áformin gefinn til og með 27. júlí 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 17. ágúst s.l. þar sem lagt var til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi Reykjahlíðar vegna Helluhrauns 18 verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
21.  Endurnýjað framkvæmdarleyfi vegna smárafstöðvar við Drekagil – 2011018
Tekið fyrir að nýju erindi frá Magnúsi Haukssyni f.h. Neyðarlínunnar ohf. þar sem sótt er að nýju um framkvæmdaleyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Þar er vísað til fyrri umsóknar vegna sömu heimarafstöðvar, deiliskipulags svæðisins ásamt uppfærðum teikningum og greinargerð. Þann 17. nóvember 2020 samþykkti skipulagsnefnd að fresta afgreiðslu erindisins þar til að nánari úttekt á því hvort að framkvæmdin samræmist gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd fól skipulagsfulltrúa að kanna nánar framkvæmd verksins og það samráð sem haft hefur verið við sveitarstjórn. Þann 7. júlí 2021 fór skipulagsfulltrúi ásamt formanni nefndarinnar í för með rekstrarstjóra Neyðarlínunnar þar sem framkvæmdir voru teknar út. Þar komu í ljós miklar umhverfisbreytingar vegna vatnavaxta snemma í vor. Skemmdir urðu á túrbínu húsi og stíflugarði virkjunarinnar í vatnavöxtunum og ljóst að mikið verk er framundan við lagfæringar, frágang og aðlögun að umhverfisaðstæðum.
Skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn á fundi sínum 17. ágúst s.l. að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gengið verði úr skugga um að framkvæmdin falli vel að umhverfinu og standist þær umhverfisaðstæður sem uppi eru hverju sinni.
Meirihluti sveitarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Halldór greiðir atkvæði gegn útgáfu framkvæmdaleyfisins.
Samþykkt
 
22.  Deiliskipulag Skjólbrekku – 2102008
Tekin fyrir drög að deiliskipulagi Skjólbrekku frá Teiknistofu Norðurlands dags. 11. ágúst 2021. Tekið hefur verið tillit til innkominna athugasemda og umræðna um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.
Skipulagsnefnd lagði til við sveitarstjórn á fundi sínum 17. ágúst að drög að tillögu deiliskipulags Skjólbrekku verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og að drögin verði kynnt með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundi sveitarstjórnar.
 
23.  Salernishús – stöðuleyfi – 2108020
Tekið fyrir erindi mótt. 20. júlí 2021 frá Aldísi Gísladóttur f.h. Hlíðar ferðaþjónustu þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishúsi á Reykjahlíð tjaldstæði. Samkvæmt deiliskipulagi stendur til að færa umrætt hús á annan byggingarreit, en þar til það verður framkvæmt er sótt um stöðuleyfi fyrir húsið þar sem það stendur nú.
Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum þann 17. ágúst s.l. og leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá veitingu stöðuleyfis en að framkvæmdaraðila verði veitt byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist, gegn því að húsið verði fært á tilskilinn stað skv. deiliskipulagi innan 3ja ára.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar.
Samþykkt
 
24.  Skipulagsnefnd: Fundargerðir – 1611022
Fundargerð 37. fundar skipulagsnefndar lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum. Liðir 1, 2, 3, 6, 7, 8, 9 og 10 hafa áður verið lagðir fram undir liðum 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 23.
 
25.  Markaðsstofa Norðurlands: Fundargerðir – 1712011
Lögð fram fundargerð 1. fundur stjórnar Markaðsstofu Norðurlands dags.6 júlí 2021. á teams fjarfundarbúnaði. Fundargerðin er í fjórum liðum.
 
26.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 27. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 23. ágúst 2021. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top