merki sameinaðs sveitarfélags

62. fundur sveitarstjórnar

62. fundur haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 9. júní 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Fýsileikagreining orkukosta – 2106009
Unnið hefur verið að fýsileikagreiningu orkukosta af Guðjóni Vésteinssyni og Alfreð Hjaltasyni á síðustu vikum. Boðaður hefur verið fundur með landeigendum og ábúendum þeirra jarða sem ekki hafa aðgang að hitaveitu og fer hann fram miðvikudaginn 9. júní kl. 16. Dagskrá fundarins er fyrirhuguð eftirfarandi: a) Fýsileikagreining orkukosta b) Tækifæri í samhengi lægri orkukostnaðar c)Áform um breytta landnotkun d)Næstu skref
Sveitarstjórn fagnar því að greining á mismunandi orkukostum liggi fyrir og leggur áherslu á að málið verði þróað áfram í samráði við íbúa sem ekki njóta aðgangs að hitaveitu í dag.
Lagt fram
 
2.  Uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík – 1911034
Fyrir liggur uppfærð kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Kristján Þór Magnússon kynnti stöðu vinnunnar. Útboð fer fram á næstu vikum.
Lagt fram
 
3.  Reykjahlíðarskóli – Skólaakstur – 2005027
Í samhengi við þróun skólastarfs hefur sveitarstjóri tekið ákvörðun um að hætta við útboð á skólaakstri, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Framundan er mikilvægt tímabil, þar sem m.a. verður horft til aukinnar samvinnu við skóla í Þingeyjarsveit á unglingastigi. Í því ljósi kann þriggja ára útboð á skólaakstri að vera óhagkvæmari leið en að leita tilboða í akstur næsta skólaár. Sveitarstjóri mun leita slíkra tilboða á næstu dögum hjá a.m.k. þremur aðilum, í samræmi við innkaupastefnu Skútustaðahrepps.

Opinberir aðilar að meðtöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér.
Lagt fram
 
4.  Hótel Gígur – Gestastofa og Nýsköpunarklasi – 2008030
Á síðustu vikum hefur vinna við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar komist á skrið í Gíg. Þá hefur Vatnajökulsþjóðgarður undirritað viljayfirlýsingu um samstarf tengt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Vinna við þróun rannsókna- og nýsköpunarklasa miðar áfram og hafa m.a. átt sér stað fundahöld með fulltrúum Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands tengt þeirri uppbyggingu.
Sveitarstjórn fagnar þeirri þróun og uppbyggingu sem komin er af stað í Gíg og bindur miklar vonir við framgang málsins. Með framtíðaruppbyggingu og samstarfi í Gíg verður stuðlað að jafnvægi verndunar og nýtingar auðlinda svæðisins og tryggt samtal einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þeim efnum.
Lagt fram
 
5.  Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs – 2106011
Á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 er auglýst eftir umsögnum um breytingatillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3.útgáfu.

Öll gögn, upplýsingar um kynningarferli og forsögu vinnunar má nálgast á vef þjóðgarðsins https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/um-thjodgardinn/stjornunar-og-verndaraaetlun/breytingar-a-stjornunar-og-verndaraaetlun-2020-2021

Umsagnarferli er opið til og með 9. ágúst n.k. og óskast umsögnum skilað á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Vakin er athygli á að um er að ræða endurskoðun á afmörkuðum þáttum Stjórnunar- og verndaráætlunar, þar sem heildarendurskoðun áætlunarinnar stendur fyrir dyrum í kjölfar samþykktar 3. útgáfu: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/um-thjodgardinn/stjornunar-og-verndaraaetlun/breytingar-a-stjornunar-og-verndaraaetlun-2020-2021/forsaga-breytingartillogu-3-utgafu-stjornunar-og-verndaraaetlunar).
Lagt fram
 
6.  Fundur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í Mývatnssveit – 2106012
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur verið boðið til fundar með stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs 21. júní, kl. 10. Fundurinn fer fram í Gíg og verður m.a. til umfjöllunar þörf þjóðgarðsins á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í tengslum við uppbyggingu gestastofu.
Lagt fram
 
7.  Umsókn um rekstrarleyfi Þúfukollur ehf – 2106005
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur til meðferðar umsókn eftirfarandi aðila um rekstrarleyfi:
Flokkur II – Gististaður án veitinga
Umsækjandi: Þúfukollur ehf kt. 690319-0200, Múlavegi 9a, 660 Mývatn
Forsvarsmaður: Ólafur Þröstur Stefánsson kt. 010661-4989, Múlavegi 9a, 660 Mývatn
Staðsetning: Þúfa fnr. 2509053, 660 Mývatn
Heiti reksturs: Þúfa Óli´s Home Stay

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er óskað eftir skriflegri umsögn sveitarfélagsins um hina fyrirhugaða starfsemi. Vakin er athygli á því, að skv. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007, skulu eftirtalin atriði staðfest í umsögnum sveitarstjórna:

– að starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála,
– að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu,
– að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um,
– að starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli og, þegar við á, mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvist,
– að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að veita umsögn um umsóknina, í samvinnu við byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.
Samþykkt
 
8.  Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2020 – 2106006
Borist hefur svohljóðandi ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda: „Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.
Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 6,2% á landinu öllu; um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 8% á landsbyggðinni. Að óbreyttu þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á fyrirtækin. FA bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og til ársins 2020 hefur álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna í um 28,5 milljarða. Skattbyrði fyrirtækjanna hefur á þessum skamma tíma þyngst um 11,5 milljarða eða tæplega 68%, þrátt fyrir lækkanir einstaka sveitarfélaga á skattprósentu.
Við svo búið verður ekki unað lengur. Áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dregur mátt úr atvinnulífinu, seinkar efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerðir getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.
Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti.“
Lagt fram
 
9.  Samstarfshópur vegna endurskoðunar friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells) – 2105034
Vinnuhópur um endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls hefur hist á fyrsta fundi. Fulltrúi Skútustaðahrepps er Sigurður Böðvarsson.
Sveitarstjórn fagnar því að vinna við endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells) sé komin af stað. Mikilvægt er að við þá endurskoðun liggi til grundvallar langtímaverndun hins friðlýsta svæðis og möguleg staðbundin atvinnuuppbygging á grunni þess, enda eru heildarhagsmunir sveitarfélagsins og íbúa þess þannig best tryggðir.
Lagt fram
 
10.  SSNE – samráð vegna sóknaráætlunar – 2009020
SSNE óskar eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024. Í samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra er kveðið á um að sóknaráætlanir skuli unnar í samvinnu við samráðsvettvang landshlutanna. Samráðsvettvangurinn skal hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar a.m.k. árlega.
Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Helstu málaflokkar sóknaráætlunar eru atvinnuþróun og nýsköpun, menningar- og umhverfismál. Fjármagn, sem varið er til verkefna í þessum málaflokkum, tekur mið af áherslum sóknaráætlunar hverju sinni. Frekari upplýsingar um sóknaráætlun má finna á ssne.is.
Óskað er eftir tillögu að tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum í samráðsvettvanginn, alls fjórum. Annars vegar tveimur fulltrúum af pólistískum vettvangi og hins vegar tveimur ópólitískum. Eins er afar mikilvægt að heyra raddir sem flestra og er hvatt þess til að horfa til ungs fólks og fólks af ólíkum uppruna. SSNE mun síðan velja úr tilnefningum frá sveitarfélögunum til að tryggja fjölbreytileika samráðsvettvangsins.
Frestað
 
11.  Umsókn um rekstrarleyfi – Álftagerði – 2106007
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur til meðferðar umsókn eftirfarandi aðila um rekstrarleyfi.
Flokkur II – Gististaður án veitinga
Umsækjandi: Gígja E. Sigurbjörnsdóttir kt. 110640-4129, Álftagerði 3, 660 Mývatn
Forsvarsmaður: Gígja E. Sigurbjörnsdóttir kt. 110640-4129, Álftagerði 3, 660 Mývatn
Staðsetning: Álftagerði 3a fnr. 2510977, 660 Mývatn
Heiti reksturs: Álftagerði Guesthouse

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er óskað eftir skriflegri umsögn sveitarfélagsins um hina fyrirhugaða starfsemi. Vakin er athygli á því, að skv. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007, skulu eftirtalin atriði staðfest í umsögnum sveitarstjórna:

– að starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála,
– að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu,
– að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um,
– að starfsemi sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli og, þegar við á, mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar, þ.m.t. hljóðvist,
– að kröfum um brunavarnir sé fullnægt samkvæmt mati slökkviliðs
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina. Sveitarstjóra er falið að veita umsögn um umsóknina, í samvinnu við byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.
Samþykkt
 
12.  Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna – 2106010
Að ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri, tekið sæti í vinnuhópi sambandsins um innleiðingu heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi.
Lagt fram
 
13.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir – 1611015
Lagt fram
 
14.  Dvalarheimili aldraðra – aðalfundur – 2106008
Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra fer fram 22. júní kl. 14. Tilnefna þarf fulltrúa Skútustaðahrepps til að taka þátt í fundinum.
Dagbjört Bjarnadóttir og Halldór Sigurðsson eru tilnefnd.
Samþykkt
 
15.  Umsókn um deiliskipulagsbreytingu – Birkiland 15 – 2011020
Borist hefur afrit stjórnsýslukæru frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, móttekin 21. maí 2021 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun skipulagsnefndar 11. maí 2021 og staðfesting hennar af sveitarstjórn 12. maí 2021.? Varðar breytingu á skilmálum lóðar í deiliskipulagi Birkilands fyrir lóð kærenda nr. 15.

Skipulagsfulltrúi hefur sent úrskurðarnefndinni upplýsingar vegna málsins, í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Lagt fram
 
16.  Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
Lögð fram 22. fundargerð umhverfisnefndar dags. 31. maí 2021. Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram
 
17.  Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Lögð fram 27. fundargerð velferðar- og menningarmálanefndar dags. 1. júní 2021. Fundargerðin er í einum lið.
 
18.  Göngu- og hjólastígur – 2008026
Borist hefur erindi frá stjórn Félags eldri Mývetninga, þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að gera ráð fyrir setbekkjum við göngu- og hjólastíg sem er í uppbyggingu hringinn í kringum Mývatn. Stjórn Félags eldri Mývetninga heitir því að leggja málinu lið með því að gefa einn til tvo bekki til að byrja með. Þá telur stjórn félagsins yfirgnæfandi líkur á að önnur félög í sveitarfélaginu, ásamt fyrirtækjum, muni hafa áhuga á að leggja þessu máli lið á svipaðan hátt.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði Félags eldri Mývetninga og felur sveitarstjóra að ganga til samstarfs við félagið í anda erindis þess. Erindið er í samræmi við anda framkvæmdarinnar, þar sem lögð hefur verið áhersla á samstarf og að horfa til þeirra umhverfislegu og samfélagslegu verðmæta sem í framkvæmdinni felast.
Lagt fram
 
19.  Landbúnaðar- og girðinganefnd: Fundargerðir – 1612009
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top