merki sameinaðs sveitarfélags

61. fundur sveitarstjórnar

61. fundur haldinn að Hlíðavegi 6, miðvikudaginn 26. maí 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  Skútustaðahreppur – ársreikningur 2020 – 2105013
Síðari umræða um ársreikning 2020.
Bókun
Rekstur sveitarfélagsins á seinasta ári gekk vel miðað við erfiðar aðstæður sem sköpuðust vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 611,8 milljónum króna, þar af námu rekstrartekjur A hluta 572,4 milljónum króna. Rekstrarafgangur samstæðunnar var sjö þúsund krónur sem var 45,4 milljónum króna undir áætlun. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð að fjárhæð 15,1 milljón króna.


Nettófjárfesting í rekstrarfjármunum var 120,4 milljónir, en gert hafði verið ráð fyrir nettófjárfestingu upp á 160 milljónir í áætlun. Handbært fé í árslok 2020 nam 112,8 milljónum. Helstu frávik í rekstri voru ríflega 36 milljónum lægri skattekjur, 39 milljónum hærri framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 7 milljónum hærri aðrar tekjur en áætlað var. Launakostnaður var 21 milljón hærri en 2019, en annar rekstrarkostnaður var 9 milljónum lægri.

Helstu þættir ársreiknings:
Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A og B hluta eru 1049 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 417 milljónir króna. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá árinu 2019 og nemur 89,3 milljónum króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 2,6 milljónir króna. Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 68,2% af reglulegum tekjum. Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 631,6 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 60,2%.

Veltufjárhlutfall samstæðunnar var 1,28. Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 51,4 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 8,4% af heildartekjum.


Fjárfest til uppbyggingar og viðspyrnu fyrir efnahagslíf samfélagsins:
Þrátt fyrir mikinn fyrirsjáanlegan tekjusamdrátt vegna Covid-19 nam fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum í samanteknum reikningsskilum A og B hluta á árinu 2020 samtals 120 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 160 milljónum króna. Meðal helstu framkvæmda ársins var göngu- og hjólreiðastígur, malbikunarframkvæmdir, hitaveituframkvæmdir, viðhaldsframkvæmdir á Reykjahlíðarskóla o.fl. Fjárfestingar voru fjármagnaðar með samtals 190 milljóna langtímalánum. Samhliða voru um 50 milljóna skammtímaskuldir greiddar upp.

Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga miðast meðal annars við að:
– Skuldaviðmið sveitarfélaga þ.e. að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldaviðmið samstæðu Skútustaðahrepps í árslok 2020 er 68,2%.
– Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga tilgreina einnig að rekstrarjöfnuður á hverju þriggja ára tímabili sé jákvæður og er þessi rekstrarjöfnuður hjá Skútustaðahreppi jákvæður sem nemur 153,6 milljónum króna.

Ljóst er að Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft veruleg áhrif á rekstur Skútustaðahrepps. Þær efnahagslegu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í vegna faraldursins hafa skipt miklu máli við að verja rekstur sveitarfélagsins og halda uppi fjárfestingagetu þess. Framlag starfsmanna sveitarfélagsins hefur jafnframt skipt afar miklu máli, en lögð hefur verið áhersla á að verja störf innan sveitarfélagsins, samhliða því að draga úr öðrum rekstrarkostnaði. Sveitarstjórn þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag í þessum efnum.
Samþykkt
 
2.  Skútustaðahreppur – Rekstrarupplýsingar – 2105033
Lagðar fram upplýsingar um rekstur Skútustaðahrepps fyrstu fjóra mánuði ársins. Reksturinn er í meginatriðum í samræmi við fjárhagsáætlun, sem gerir ráð fyrir um 36 milljóna halla. Innheimt útsvar nemur 79,7 milljónum fyrstu fjóra mánuði ársins 2021. Til samanburðar nam innheimt útsvar fyrstu fjóra mánuði ársins 2020 samtals 80,8 milljónum. Kostnaður vegna fræðslu- og uppeldismála er stærsti gjaldaliðurinn og nemur hann 92,5 milljónum á fyrstu mánuði ársins 2021, til samanburðar við 84,8 milljónum fyrstu fjóra mánuði ársins 2020, en kjarasamningar hafa haft mikil áhrif á kostnað við rekstur fræðslu- og uppeldismála. Lagt fram  
3.  Kosningar um sameiningu – 2102019
 Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar 5. júní n.k. lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 308 aðilar. Kjörskráin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, almenningi til sýnis fram að kjördegi. Atkvæðagreiðslan hefur verið auglýst á íslensku, ensku og pólsku og hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest kjörseðil þann sem notaður verður. Mögulegt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélaganna til og með fimmtudagsins 3. júní. Þá er mögulegt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumanna um land allt til og með fimmtudagsins 3. júní. Sveitarstjórn hvetur íbúa til að nýta kosningarétt sinn.   Lagt fram  
4.  Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps – 1810014
Erindi frá Velferðar- og menningarmálanefnd. dags 17. maí 2021. Fjölmenningarstefna Skútustaðahrepps yfirfarin.
Sveitarstjórn staðfestir yfirfarna fjölmenningarstefnu Skútustaðahrepps og þakkar Velferðar- og menningarmálanefnd og fjölmenningarfulltrúa Skútustaðahrepps fyrir vel unnið verk.
 
5.  Hvítbók um byggðamál – 2105032
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur kynnt til umsagnar hvítbók um byggðamál – drög að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára.
Sveitarstjóra og oddvita falið að gera drög að umsögn.
Lagt fram
 
6.  Sumarstörf 2021 – 2105031
Skútustaðahreppur hefur auglýst 7 sumarstörf fyrir námsmenn, í samstarfi við Þingeyjarsveit, Mývatnsstofu, Matarskemmuna og Þekkingarnet Þingeyinga. Ráðið er í störfin með stuðningi frá Vinnumálastofnun. Umsóknir liggja fyrir og er stefnt að því að námsmenn hefji störf á næstu vikum. Þá verður starfræktur vinnuskóli á vegum sveitarfélagsins í sumar.
Lagt fram
 
7.  Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Lagt fram
 
8.  SSNE – samráð vegna sóknaráætlunar – 2009020
Kynning á efni sóknaráætlunar og þeirri framtíðarsýn sem hún boðar
 
9.  Héraðsnefnd Þingeyinga Vorfundur – 1905012
Lögð fram fundargerð vorfundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga var haldinn 26.4. Fundargerðin er í fimm liðum. Framkvæmdastjórnin Framkvæmdastjórnin leggur til að vorfundur Héraðsnefndar verði 8. júní nk.
Lagt fram
 
10.  Mývatnsstofa: Aðalfundur – 1704007
Tekið fyrir með afbrigðum. Aðalfundur Mývatnsstofu fer fram 8. júní 2021, klukkan 14. Friðrik Jakobsson mun fara með atkvæði Skútustaðahrepps á fundinum.
Samþykkt
 
11.  Samstarfshópur vegna endurskoðunar friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells) – 2105034
Tekið fyrir með afbrigðum. Umhverfisstofnun hefur óskað eftir því að Skútustaðahreppur tilnefni fyrir sitt leyti fulltrúa í samstarfshóp sem vinna mun að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells).
Sveitarstjórn tilnefnir Sigurð Böðvarsson sem fulltrúa Skútustaðahrepps í samstarfshóp sem vinna mun að endurskoðun friðlýsingar Hverfjalls (Hverfells).
Samþykkt
 
12.  Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 26. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags 19. maí 2021. Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram
 

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top