merki sameinaðs sveitarfélags

54. fundur sveitarstjórnar

54. fundur sveitarstjórnar haldinn í Skjólbrekku, 10. febrúar 2021, kl. 09:15.

Fundinn sátu:

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Sveinn Margeirsson.

Fundargerð ritaði:  Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.Breyting á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls – 2009025
Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir véku af fundi undir þessum lið. Alma Benediktsdóttir og Friðrik Jakobsson tóku sæti í þeirra stað. Sigurður Böðvarsson stýrði fundi.

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 15. september 2020 frá Erlu B. Kristjánsdóttur f.h. Sannra Reykjahlíð þar sem óskað var eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Hveri austan Námafjalls.
Erindið var áður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 28. janúar 2021 en afgreiðslu frestað vegna ósamræmis í texta i greinargerð. Fyrir liggur uppfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 10. nóvember 2020 með breytingum dags. 5. febrúar 2021. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu aðkomusvæðis við Hveri austan Námafjalls. Skipulagsbreytingin tekur til svæðis frá þjóðvegi nr. 1 að útsýnispalli og göngustígum á hverasvæðinu, alls 11,4 ha.
Tillagan var auglýst frá og með föstudeginum 27. nóvember til og með föstudeginum 8. janúar 2021.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Fjöregg, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Vegagerðinni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvera austan Námafjalls og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Samþykkt
2.Hringvegur um Jökulsá á Fjöllum – 2102002
Helgi Héðinsson og Elísabet Sigurðardóttir tóku sæti á fundinum að nýju. Helgi Héðinsson tók við fundarstjórn.

Ný brú um hringveg, yfir Jökulsá á Fjöllum, er á samgönguáætlun 2025-2029. Þær lokanir á hringveginum sem hafa verið raunin á síðustu vikum vegna krapastíflu í Jökulsá á Fjöllum, hafa skapað óvissu fyrir íbúa sveitarfélagsins, sem og íbúa og flutningsaðila um allt land. Sveitarstjórn leggur áherslu á að framkvæmdum við endurnýjun brúarinnar verði hraðað svo sem kostur er, enda er um mikilvægt öryggis-, samfélags- og efnahagsmál að ræða.
Samþykkt
3.Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 – 2101034
Unnin hafa verið drög að umsögn um stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 í samstarfi umhverfisnefndar og sveitarstjóra.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn í samstarfi við formann umhverfisnefndar.
Samþykkt
4.Skýrsla sveitarstjóra – 1611024
Drög að skýrslu sveitarstjóra lögð fram.
Lagt fram
5.Skútustaðahreppur Erindisbréf nefnda 2018-2022 – 1807005
Lagt er til að erindisbréf fastanefnda Skútustaðahrepps verði endurskoðuð með tilliti til jafnréttisáætlunar, sem kveður á um að tryggja skuli samþættingu jafnréttissjónarmiða í allri stefnumótun, áætlanagerð og þjónustu sveitarfélagsins. Eftirfarandi verði bætt við erindisbréfin: „Í samræmi við jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps skal nefndin tryggja samþættingu jafnréttissjónarmiða í störfum sínum“
Samþykkt
6.ÁTVR: Áfengisverslun – 1706025
ÁTVR hefur undirritað samning um húsnæði í Reykjahlíð að Hraunvegi 8. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir fari af stað uppúr 1. apríl og búðin opni í byrjun sumars.
Frestað
7.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga,lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags – 2102001
Óskað hefur verið eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (https://www.althingi.is/altext/151/s/0470.html).

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna drög að umsögn, senda á sveitarstjórnarfulltrúa og skila til nefndasviðs fyrir tilskilinn frest.
Samþykkt
8.Umhverfisnefnd Fundargerðir – 1611036
Lögð fram fundargerð 19. fundar umhverfisnefndar dags. 1. febrúar 2021. Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram
9.Velferðar- og menningarmálanefnd: Fundargerðir – 1809010
Lögð fram fundargerð 24. fundar velferðar- og menningarmálanefndar dags. 2. febrúar 2021. Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram
10.Skóla- og félagsmálanefnd: Fundargerðir – 1809011
Lögð fram fundargerð 22. fundar skóla- og félagsmálanefndar dags. 27. janúar. Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram

Fundi slitið kl. 11:15.

Scroll to Top