merki sameinaðs sveitarfélags

46. fundur skipulagsnefndar

Fundargerð

46. fundur Skipulagsnefndar haldinn að Hlíðavegi 6,

 mánudaginn 9. maí 2022, kl.  13:00.

Fundinn sátu:

Selma Ásmundsdóttir, Birgir Steingrímsson, Margrét Halla Lúðvíksdóttir, Hólmgeir Hallgrímsson, Agnes Einarsdóttir, Helgi Héðinsson og Atli Steinn Sveinbjörnsson

Fundargerð ritaði:  Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi.

Dagskrá:
1. Göngu- og hjólastígur – 2008026
2. Stofnun lóða í landi Reynihlíðar – 2201011

3. Stofnun lóðar í landi Grímsstaða – 2205004
4. Efnistaka í Garði – Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 – 2202014
5. Veglagning að íbúðarhúsum við Voga – 2205005
6. Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022

1.  Göngu- og hjólastígur – 2008026
Tekin fyrir umsókn frá Sveini Margeirssyni dags. 27. apríl 2022 um framkvæmdaleyfi göngu og hjólastígs umhverfis Mývatn frá afleggjara við Dimmuborgir að Álftagerði. Stígurinn er í samræmi við gildandi Aðalskipulag 2011 – 2023 og er háður samþykki Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og viðkomandi landeigendum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg frá afleggjara við Dimmuborgir að Álftagerði gegn því að leyfi fáist til framkvæmda frá viðkomandi leyfisveitendum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga úr skugga um að viðkomandi leyfi liggi fyrir og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, 13.-16. gr og skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 4 atkvæðum
Samþykkt
 
2.  Stofnun lóða í landi Reynihlíðar – 2201011
Tekin fyrir umsókn dags. 13. janúar 2022 frá Pétri Snæbjörnssyni um stofnun lóða í landi Reynihlíðar utan um byggingar á landinu. Meðfylgjandi er þinglýst landskiptagerð með hnitsettri afmörkun landareignarinnar og útfyllt F-550 eyðublað.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðana þegar tilskilin gögn hafi borist.
Samþykkt
 
3.  Stofnun lóðar í landi Grímsstaða – 2205004
Tekin fyrir umsókn dags. 30 apríl frá Birgi Valdimar Haukssyni um stofnun lóðar fyrir frístundahús í landi Grímsstaða. Meðfylgjandi er F-550 eyðublað, samningur landeigenda um stofnun lóðarinnar með hnitum og áætlun um tengingu veitukerfis að lóðinni.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að stofna fyrirhugaða lóð þegar öll tilskilin gögn hafi borist. Lóðin er staðsett innan svæðis sem skilgreint er fyrir verslun- og þjónustu í Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023, nefndin beinir því til umsækjanda að skoða þróun landnotkunar svo að hún samræmist framtíðaráformum.
Samþykkt  
 
4.  Efnistaka í Garði – Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 – 2202014
Tekin fyrir tillaga dags. 9. maí 2022 frá frá Teiknistofu Arkitekta að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps sem felur í sér skilgreiningu efnistökusvæðis við Garð. Tillagan felur í sér afmörkun 2,4 ha efnistökusvæðis þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 49.900 m3. Fyrirhugað efnistökusvæði tekur yfir eldri námu innan skilgreinds athafnasvæðis þar sem áður hefur verið tekið um 19.000 m3 efnis á um 7,8 ha svæði. Skipulags- og matslýsing var auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. febrúar til og með 21. mars 2022. Í skipulags- og matslýsingu var gert ráð fyrir allt að 120.000 m3 efnistöku. Við yfirferð umsagna og greiningu á efnisþörf var fyrirhugað efnistökusvæði minnkað.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 – 2023 verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt    
5.  Veglagning að íbúðarhúsum við Voga – 2205005
Tekin fyrir umsókn dags. 6. maí 2022 frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur f.h. Vogabús ehf. um framkvæmdaleyfi veglagningar frá Mývatnssveitarvegi (848) að frístundalóðum og íbúðarhúsum austan við Mývatnssveitarveg.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu um land Bjarkar og Voga 1 í samræmi við deiliskipulag Voga 1 þegar samkomulag við landeigendur liggur fyrir og tilskilin gögn hafi borist.
Samþykkt
 
6.  Skýrsla skipulags- og byggingafulltrúa – 1702022
 
 
 
 
  
 

Fundi slitið kl. 14:40.

Scroll to Top